Jóhanna Gísladóttir landađi 11 túnfiskum í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 26. ágúst 2014
Jóhanna Gísladóttir landađi 11 túnfiskum í Grindavíkurhöfn

Það gerist ekki á hverjum degi að túnfiski sé landað á Íslandi en í morgun kom Jóhanna Gísladóttir GK 557 úr tæplega fjögura daga róðri sem farinn var sérstaklega í þeim tilgangi að veiða túnfisk. Um tilraunaverkefni var að ræða hjá Vísi en túnfisks verður reglulega vart sem meðafla hjá íslenskum skipum og japönsk skip hafa verið reglulega á túnfiskveiðum undanfarin ár, rétt utan við fiskveiðilögsögu okkar Íslendinga.

Skipverjar á Jóhönnu Gísladóttur þurftu þó ekki að sækja svo langt, en veiðisvæði þeirra var sunnan undan Vestmannaeyjum og um 12 tíma stím á miðin. Veiðarnar gengu framar vonum og er ráðgert að halda þeim áfram næstu fimm vikur en næsta sumar verði svo alfarið helgað túnfiskveiðum.

Afar gott verð fæst fyrir túnfiskinn, þó að því gefnu að hann sé rétt verkaður og vandlega frá honum gengið. Með í veiðiferðinni var japanskur sérfræðingur sem leiðbeindi bæði við veiðarnar og verkun. Var fiskurinn vigtaður og honum pakkað í nýrri og glæsilegri aðstöðu Fiskmarkaðs Grindavíkur og að því gætt að pakka honum vandlega inn samkvæmt kúnstarinnar reglum í umbúðir sem Voot beita skaffaði, en þeir útveguðu einnig beituna fyrir veiðiferðina.

Eins og segir veiddust alls 11 fiskar í þessari veiðiferð, sá stærsti rúm 200 kíló en sá minnsti rúm 100. Þeir fara nú með flugi á markað til Japans og eru sennilega farnir í loftið þegar þessi orð eru rituð.

Hver túnfiskur fær sitt eigið kar til að tryggja ferskleika og minnka hættu á að fiskurinn merjist.

Fyrsti fiskurinn kemur inn til vigtunar

Japanski sérfræðingurinn tekur gæðaprufu

Þessi reyndist vera rétt tæp 130 kíló

Hausinn af með keðjusög, hér duga engin vettlingatök enda fór Pétur fljótlega úr vettlingunum.

Túnfiskurinn lagður til sinnar hinstu hvílu, haus- og sporðlaus

Svo má ekki gleyma ísnum


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu