Fundur 1356

  • Bćjarráđ
  • 30. júlí 2014

1356. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. júlí 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1311017 - Göngu- og hjólreiðastígur frá Bláa Lóni að Reykjanesbraut
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
Tilboð í verkið Göngustígur Bláa Lónið-Gíghæð, jarðvinna voru opnuð 14. júlí. Eitt tilboð barst, sem var 85% af kostnaðaráætlun eða kr. 19.358.500 kr.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda GG Sig ehf.

2. 1301004 - Efnis- og nýtingaráætlun ásamt útboðsgögnum vegna Melhólsnámu
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
Útboðsgögn fyrir Melhólsnámu lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að rekstur námunnar verði boðinn út samkvæmt fyrrnefndum gögnum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðss að auglýsa rekstur námunnar.

3. 1406032 - Deiliskipulag, lokahús vegna affallslagnar frá Svartsengi til sjávar.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
HS Orka ehf. leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir lokahús vegna affallslagnar frá Svartsengi til sjávar. Meginforsendur skipulagstillögunar er að finna í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf dagsett 23.04.14. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

4. 1406055 - HS Orka ehf. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun förgunarholu í Svartsengi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
HS Orku ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun förgunarholu á röskuðu svæði í Svartsengi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að veiting framkvæmdaleyfis verði samþykkt. Hönnunargögn skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 hafa borist.

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

5. 1406030 - Umsókn um byggingarleyfi Hafnargata 29
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
Garðar Halldórsson, fyrir hönd Ægir Holding ehf., sækir um leyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins. Erindinu fylgja teikningar unnar af Teiknistofu Garðars Halldórssonar, húsameistara, kt. 050742-4669. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

6. 1405125 - Umsókn um byggingarleyfi Seljabót 8
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
Þorleifur Björnsson, fyrir hönd Fiskmarkaðar Grindavíkur, sækir um byggingarleyfi á breytingum á ytra byrði og innanhúss samkvæmt teikningum frá Teiknistofunni Glóru ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um stækkun lóðar undir ramp. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

7. 1406038 - Umsókn um byggingarleyfi. 19,2 m hár varmaskiptaturn við Orkubraut 3, lnr. 219061
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
HS Orka ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 19,2 m háum varmaskiptaturni og afloftunarsúlu nr. 5 í Svartsengi lnr. 219061. Erindinu fylgja teikningar dagsettar 31.3 2013 unnar af Verkís. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

8. 1406054 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Tilraunaborun loftnámsholu í Svartsengi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
HS orka ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun loftnámsholu á röskuðu svæði við starfsmannahús HS Orku í Svartsengi. Borunin er hluti af rannsóknarverkefni HS Orku. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinar.

9. 1405089 - Ný líkamsræktaraðstaða
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tók þátt í afgreiðslu málsins.
Eitt tilboð barst í rekstur líkamsræktaraðstöðu í sundmiðstöð Grindavíkur, frá Gym heilsu ehf. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir tilboðinu.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að halda áfram viðræðum við Gym heilsu.

10. 1309013 - Ósk um stuðning og samstarf að uppgræðslu og trjárækt árið 2014.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs óskar eftir stuðningi og samstarfi við uppgræðslu og trjárækt árið 2014.

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 kr. sem færist af lið bæjarráðs.

11. 1406043 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Boðun á XXVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 24.-26. september næstkomandi lagt fram.

12. 1407001 - Fjármálastjórn sveitarfélaga
Kynningarbréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga lagt fram, en það er sent öllum sveitarstjórnum í kjölfar kosninga.

13. 1407023 - Fjárfestingasamningur íslenska ríkisins við IceAq
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir upplýsingum varðandi fasteignagjöld vegna vinnu við gerð fjárfestingasamnings milli íslenska ríkisins og IceAq ehf.

Grindavíkurbær hefur lýst yfir stuðningi við verkefnið og unnið skipulagsbreytingar svo það megi verða að veruleika. Grindavíkurbær leggur áherslu á að ríkið nái jafnframt samkomulagi við IceAq varðandi afnot af landi í eigu ríkisins.

14. 1310029 - Samstarf á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju um æskulýðsstarf.
Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014. Rekstrarlykillinn 06831-9925 hækki um 450.000 kr. og útgjaldaaukinn tekinn af handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15. 1406002 - Samningur um þjónustu vegna netþjóna
Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014, vegna breytinga á fyrirkomulagi vegna tölvumála í kjölfar uppsagnar fyrri kerfisstjóra. Óskað er eftir samþykkt viðauka þar sem launaliðir eru lækkaðir um 2.932.000 kr. og sérfræðiþjónusta hækkuð um 5.680.000 kr. Mismunur þ.e. 2.748.000 kr. komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

16. 1404031 - Fasteignagjöld vegna gróðurhúss Orf Líftækni hf.
Bæjarstjóri leggur fram tillögu að samkomulagi við ORF líftækni vegna greiðslu fasteignagjalda.

17. 1407034 - Sala á Víkurbraut 34, gamli tónlistarskólinn
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að auglýsa fasteignina Víkurbraut 34 til sölu. Gert er ráð fyrir sölu hússins í fjárhagsáætlun ársins 2014.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135