Sjórinn í Grindavík einn sá hreinasti á Reykjanesi

  • Fréttir
  • 28. júlí 2014

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja birti nýlega opinberlega mælingar sínar á saurgerlamengun í sjó við Reykjanes og er skemmst frá því að segja að sjórinn hér við Grindavík mælist nær undantekningalaust ótrúlega hreinn og oftar en ekki mældist hreinlega engin saurgerlamengun í sjónum.

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur Grindvíkinga og vonandi höldum við áfram á sömu braut þrátt fyrir ört vaxandi umsvif við höfnina og stækkandi byggð. Þá eru þetta ekki síður góðar fréttir fyrir þann mikla fjölda iðkenda sjóíþrótta sem sækja hingað í auknum mæli til að skella sér á bretti í öldunum hér við Bótina.

Mælingar hér við Grindavík eru gerðar á tveimur stöðum, við Litlubót annars vegar og við Hópsnesið hins vegar. Eins og sjá má á heimasíðu HES koma báðir staðir mjög vel út og eru nær undantekningalaust í lægsta mengunarflokki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!