Sjómannadagurinn, 1. júní 2014

  • Fréttir
  • 30. maí 2014

Nú stendur yfir hér í Grindavík okkar glæsilega bæjarhátíð, Sjóarinn síkáti, sem síðustu ár hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins með áherslu á dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það er því ekki úr vegi að staldra aðeins við og rifja upp hvers vegna við höldum þessa daga hátíðlega og fara um leið yfir hátíðardagskránna á sunnudeginum sem er í umsjón Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.

Frá árinu 1987 hefur sjómannadagurinn, fyrsti sunnudagurinn í júní, verið lögskipaður frídagur sjómanna. Í sjávarplássum landsins hefur löngum verið hefð fyrir hátíðardagskrá þennan dag, þar sem sjómenn og fjölskyldur þeirra gera sér glaðan dag, heiðra eldri hetjur hafsins og minnast fallinna félaga. Víða eru haldnar sérstakar sjómannamessur á þessum degi og er Grindavík þar engin undantekning.

Sjómannamessan í ár verður haldin klukkan 13:00 í Grindavíkurkirkju. Ræðumaður er Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri. Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir og Haukur Guðberg Einarsson. Viktor Guðberg Hauksson ber kransinn niður að minnisvarðanum Von. Karlakór Keflavíkur leiðir söng undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og prestur er séra Elínborg Gísladóttir.

Í framhaldinu, eða klukkan 14:00 eru svo hátíðarhöld við Kvikuna í tilefni dagsins. Ávarp flytur Páll Valur Björnsson alþingismaður en kynnir er Haukur Guðberg Einarsson, sjómaður. Heiðursviðurkenningar verða veittar sem og verðlaunaafhending fyrir kappróður, en löng hefð er fyrir kappróðrum í Grindavík á sjómannadaginn.

Um kvöldið er svo hátíðarkvöldverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur á Sjómannastofunni vör. Sérstakir gestir verða þeir Þorvaldur Halldórsson og Freyr Eyjólfsson. Fólk er beðið um að panta borð tímanlega í síma 426-8570. Dagskrá Sjóarans síkáta er svo auðvitað í fullum gangi þennan dag, dagskrána í heild sinni má sjá hér .


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!