Flott dagskrá í dag, uppstigningardag

  • Fréttir
  • 29. maí 2014

Dagskráin í dag fimmtudaginn 29 maí, uppstigningadag, á Sjóranum síkáta er glæsileg. Þar má nefna tónleika, kolaportsstemningu, áhugaverðan fyrirlestur og fleira. Dagskráin í dag:

Fimmtudagur 29. maí (uppstigningardagur)

Kl. 10:00 - 17:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús - Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna, jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.
Kl. 10:00 - 17:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur
Kl. 13:00 - 16:00 Verslunin Palóma: Kolaportsstemning á ganginum í verslunarmiðstöðinni.
Kl. 13:00 - 17:00 Handverksfélagið Greip með opið hús í aðstöðu félagsins að Skólabraut 8. Fjöldi glæsilegra muna til sýnis.
Kl. 16:00 Pílumót Sjóarans síkáta fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Mótið fer fram í húsakynnum Pílufélagsins að Hafnargötu 28. Skráning á Facebook-síðu Félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 28. maí.
Kl. 16:00 - 18:00 Aðalbraut: Skottsala. Leggðu bílnum þínum á planinu, opnaðu skottið og seldu gamla dótið þitt eða fötin þín. Allir velkomnir meðan pláss leyfir.

Kl. 17:00 „Vinir í vestri". Erindi haldið í Kvikunni. Atli Ásmundsson, fyrrum aðalræðismaður segir frá lífi og starfi meðal Vestur-Íslendinga í Kanada. Hann mun segja sögur af fólki og atburðum og m.a. fjalla um sjómenn af íslenskum ættum sem stunda veiðar á hinu risastóra Winnipegvatni. Fáir þekkja slóðir frænda okkar fyrir vestan betur en Atli, sem er mikill sagnabrunnur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Erindið er samstarfsverkefni Utanríkisráðuneytis og Grindavíkurbæjar.

Kl. 19:00 - Pílumót Sjóarans síkáta. Mótið fer fram í húsakynnum Pílufélagsins að Hafnargötu 28. Skráning hjá Ágústi Sv. Bjarnasyni í síma 897 6354.

Kl. 20:00 Tónleikar í Grindavíkurkirkju með karlakór Hreppamanna. Söngárið 2013-14 hefur kórinn undirbúið tónleika undir heitinu „Nú sigla svörtu skipin",sem er óður til hafsins og sjómennskunnar. Titillinn vísar í lag Karls Ó. Runólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar. Mörg af stórbrotnustu kórverkum íslenskra tónbókmennta eru óður til sjóhetjanna en sjómannalög eru líka dillandi létt með grípandi laglínum. Slík lög munu sóma sér vel meðal hinna dramatísku á tónleikadagskrá kórsins nú í vor. Hafið, fiskveiðar og sjómennska hafa verið stór hluti af þjóðarsál Íslendinga um aldir. Þrautseigja og hetjudáðir sjósóknara í gegnum tíðina hafa lifað með þjóðinni í sögum, ljóðum og sönglögum um þessa dáðu stétt sem dregið hefur björg í bú en jafnframt fært miklar fórnir í baráttu sinni við hafið. Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna er Edit Molnár og undirleikari Miklós Dalmay. Til að gera viðfangsefninu enn betri skil hefur kórinn fengið til liðs við sig Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra og Magnús Guðmundsson leikara sem unnið hafa, upp úr frásögnum, ljóðum og þjóðsögum af þessu meginsviði íslenskrar menningar, handrit sögumanns sem fléttað verður við sönginn. Miðaverð 2.000 kr.

Kl. 22:00 Mamma mía. Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni. Miðaverð 1.500 kr. 

Kl. 21:30 Tónleikar á Salthúsinu með hljómsveitinni Audion Nation. Miðaverð 1.500 kr.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!