Bćjarstjórn nr. 442

  • Bćjarstjórn
  • 14. maí 2014

442. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 13. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm forseti, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Dagbjartur Willardsson aðalmaður, Hilmar E Helgason aðalmaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir heimild til að taka 3 mál á dagskrá með afbrigðum sem verða með eftirfarandi númerum á dagskrá.
8. 1405082 Umsókn um byggingaleyfi fyrir gistiheimili við Hafnargötu 28
13. Fundargerð fræðslunefndar nr. 26
20. Fundargerð hafnarstjórnar nr. 426

                       Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.  1311065 - Ársuppgjör 2013, Grindavíkurbær og stofnanir
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og Páll Jóhann

Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda við fyrri umræðu, en engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum.

Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
                              Samþykkt samhljóða

Bókun
Bæjarsjóður Grindavíkur stendur vel. Þó blikur séu á lofti fyrir árið 2015 vegna aukins rekstrarkostnaðar sem er tilkominn vegna gífurlegrar framkvæmdagleði meirihlutans á þessu ári.
Hækkun útsvartekna er talsverð fram úr áætlun og því hefði vel verið hægt, að lækka álögur á bæjarbúa á árinu 2013 eins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til við fjárhagsáætlunargerð þess árs.
Rekstrarkosnaður ársins 2013 er að hækka um 9,5 % umfram áætlun. Þetta er alltof mikil framúrkeyrsla á útgjöldum bæjarins.
                          Fulltrúi D- lista

Fundarhlé tekið í 5 mínútur.

Bókun
Fulltrúar B-, G- og S-lista vilja vekja athygli á því að útsvarstekjur hafa verið að hækka umfram áætlun síðustu ár. Því er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þegar ákveðið er að lækka útsvar. Einnig hefur verið stefnt að því að auka þjónustu við íbúa ásamt því að framkvæma á skynsaman hátt þar sem reynt er að sameina starfsstöðvar svo hægt sé að veita góða þjónustu fyrir sem minnstan rekstrarkostnað.
Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála ábendingum D-lista um að rekstrargjöld hafi hækkað meira en ásættanlegt er og er búið að greina hvar úrbóta er þörf.
   
2.  1401039 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík
 Bæjarstjóri fór yfir vinnu og tillögur nefndarinnar.
Aðrir sem til máls tóku: Bryndís, Marta, Páll Jóhann, Kristín María, Hilmar, Guðmundur og Dagbjartur

Tillögur nefndar um búsetumál eldri borgara lagðar fram.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn Grindavíkur að eftirfarandi tillögum verði hrint í framkvæmd.
1. Nefndin styður að forgang í íbúðir í Víðihlíð eigi það fólk sem er með mesta þjónustuþörf.
2. Nefndin leggur til að áfram verði unnið að þróun þjónustunnar í Miðgarði, þannig að fólk hafi tækifæri að búa sem lengst heima.
i. Heillavænlegra sé að leggja áherslu á að veita þjónustu, í stað þess að verja fé í mannvirki.
3. Deiliskipulagstillaga við Víðigerði verði kláruð og gerðar á henni breytingar þannig að mögulegt sé að reisa fjölbýli með litlum íbúðum.
i. Lokið eigi síðar en desember 2014
4. Að Grindavíkurbær nýti þær heimildir sem eru fyrirliggjandi í lögum til að lækka gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöld á íbúðum fyrir eldri borgara
i. Tillaga að breytingum á Reglum um gatnagerðargjöld verði lögð fram haust 2014.
5. Að Grindavíkurbær hefji viðræður við leigufélög um aðkomu þeirra að uppbyggingu leiguíbúða í Grindavík ásamt því að fylgjast með framvindu tillagna verkefnissjórnar um framtíð húsnæðismála
i. Viðræður fari fram haust 2014.
6. Að mati nefndarinnar er ekki tímabært að ráðast sérstaklega í byggingu íbúða fyrir eldri borgara, fyrr en ljóst verður hvaða áhrif fjölgunar íbúða á leigumarkaði mun hafa.
i. Á þriðja tug leiguíbúða eru að koma á markað.
ii. Á vegum Búmanna eru lausar íbúðir. Búmenn eru að vinna í að leysa sinn rekstrarvanda. Í kjölfarið verður kosturinn væntanlega fýsilegri.
iii. Staðan verði endurmetin vorið 2016.
7. Nefndin hvetur til þess að ef Grindavíkurbær eignast íbúðir í fjölbýlishúsinu við Stamphólsveg að skoðað sé að þær íbúðir verði nýttar fyrir eldri borgara enda eru þær í lyftuhúsi nálægt miðbæ Grindavíkur og því tilvaldar til að leysa brýnustu húsnæðisþörf.

Breytingartillaga við iii. tölulið, 6. tillögu
Að staðan verði endurmetin vorið 2015 í stað vors 2016.
               Fulltrúi S-lista

Bókun
Fulltrúi D-lista sat ekki fund um búsetumál eldri borgara í Grindavík þegar tillögur nefndarinnar voru afgreiddar.
                 Fulltrúi D-lista

Tillaga fulltrúa D-lista
i liður í 2. tölulið tillögunnar falli brott.
6. töluliður tillögunnar verði eftirfarandi: Ráðist verði strax í byggingu 2 - 4 íbúða fyrir eldri borgara við Víðihlíð.
7. töluliður tillögunnar falli brott.
              Fulltrúi D-lista

Fundarhlé tekið í 10 mínútur

Tillaga fulltrúa D-lista er felld með 6 atkvæðum.

Breytingatillaga frá fulltrúa S-lista er samþykkt samhljóða

Tillögur nefndarinnar eru samþykktar með 6 atkvæðum, Guðmundur situr hjá.

Bókun
Fulltrúar B-, G- og S lista vilja vekja athygli á því að fulltrúi D-lista í nefndinni er núverandi oddviti flokksins, Hjálmar Hallgrímsson. Hjálmar mætti ekki á seinustu tvo fundi nefndarinnar þar sem til umræðu voru tillögur nefndarinnar og sérstaklega var óskað eftir afstöðu nefndarmanna og tillögum. Í heildina mætti Hjálmar á þrjá af sex fundum nefndarinnar og seinasti fundur var sérstaklega boðaður til að gefa Hjálmari tækifæri á að koma sjónarmiðum D-listans á framfæri áður en til ákvörðunar kæmi. Hjálmar afboðaði ekki komu sína á fundina né óskaði eftir öðrum fundartíma. Lagði hann því ekki fram neinar tillögur sem hægt var að taka afstöðu til eða ræða á nefndarfundi.

Það vekur furðu að D-listinn nýtti sér ekki nefnd sem skipuð var af bæjarstjórn til þess að vinna í búsetumálum eldri borgara. Í staðinn er lögð fram tillaga á bæjarstjórnarfundi sem samin er á staðnum, án allra kostnaðargreiningar og framtíðarsýnar. Slík vinnubrögð eiga að tilheyra fortíðinni og við eigum að geta unnið saman að góðum málum þó kosningar séu í nánd.
                           Fulltrúar B, G og S-lista

Bókun
Fulltrúi D- lista í nefndinni lét nefndarmenn vita að hann væri ekki sammála nefndarálitinu.
Eðlilegast hefði verið að taka erindið aftur upp í bæjarráði áður en það var tekið til umfjöllunar í bæjarstjórn.
                           Fulltrúi D- lista

Tillaga
Forseti leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 350.000 til að greiða 3 nefndarmönnum fyrir fundarsetuna.
                     Tillagan er samþykkt samhljóða
   
3.  1405088 - Gatnagerð við Miðhóp
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og Páll Jóhann

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 2,2 milljónir króna vegna gatnagerðar við Miðhóp.
Í fjárhagsáætlun ársins 2014 og 2015 eru áætlaðar 3 milljónir hvort ár í gatnagerð við Miðhóp. Árið 2014 er áætlað að malbika götuna og 2015 áætlað að ljúka frágangi með hellulögn. Byggingafulltrúi hefur framkvæmt verðkönnun og er kostnaður við að ljúka malbikun 5,2 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður við hellulögn lækki árið 2015.

Fjárhæðin kemur til hækkunar á fjárfestingaráætlun ársins og til lækkunar á handbæru fé.

Bókun
Fulltrúi D- lista var búinn að setja út á, við meirihlutann, að alltof litlu fármagni væri varið til gatnaframkvæmda á árinu 2014, sem og næstu þrjú ár.
Nú er það strax komið í ljós.
                              Fulltrúi D- lista

Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 er samþykktur samhljóða
   
4.  1402108 - Skjalakerfi Grindavíkurbæjar
 Sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs gerir grein fyrir breytingum á áætlun í upplýsinga- og skjalamálum. Jafnframt leggur hann til að samþykkt verði tilboð Skipulaga og skjala ehf. í ráðgjöf í skjalavinnslu.

Aðrir sem til máls tóku: Bryndís

Bæjarstjórn samþykkir tilboð Skipulaga og skjala ehf samhljóða.

Sviðsstjóri óskar eftir því að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi viðauka við fjárhagáætlun ársins 2014.
Vöru- og þjónustukaup á bæjarskrifstofum hækki um 1.405.000 kr. sem er fjármagnað með lækkun launaliða á bæjarskrifstofum um kr. 2.675.000. Mismunur kr. 1.270.000 kemur til hækkunar á handbæru fé.
                    Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
5.  1402015 - Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga 2014
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá á grundvelli kjörskrárstofns frá Þjóðskrá Íslands. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Samþykkt samhljóða
   
6.  1210092 - Endurskoðun jafnréttisáætlunar Grindavíkurbæjar
 Til máls tóku: Bryndís og Marta

Tillaga félagsmálanefndar að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar lögð fram ásamt framkvæmdaáætlun.

Tillagan hefur farið til umsagnar í nefndum og stofnunum bæjarins, auk þess sem kallað var eftir ábendingum og athugasemdum íbúa á vef Grindavíkurbæjar. Engar athugasemdir bárust.

Forseti þakkar félagsmálanefnd fyrir vel unnin störf og leggur til að Jafnréttisstefna Grindavíkurbæjar verði samþykkt.
                           Samþykkt samhljóða
   
7.  1403045 - Reglur um gatnagerðargjöld
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð vísar tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um breytingu á 9. gr. Reglna um gatnagerðargjöld til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti leggur til að tillagan verði samþykkt.
                         Samþykkt samhljóða
   
8.  1405082 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiheimili við Hafnargötu 28.
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann og Marta

Fiskmarkaður Grindavíkur óskar eftir breytingu á Hafnargötu 28 lnr.128696 í gistiheimili. Erindinu fylgja teikningar unnar af Þorleifi Björnssyni byggingarfræðingi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingaráformin verði samþykkt, enda séu þau í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2010-2030. Byggingarleyfi verður gefið út þegar fullnægjandi hönnunargögn og önnur skilyrði byggingarfulltrúa hafa verið uppfyllt.
                     Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaáformin.
   
9.  1405079 - 675.fundur stjórnar S.S.S. Fundarboð og fundargerð.
 Til máls tóku: Bryndís, Páll Jóhann og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram
   
10.  1405001F - Frístunda- og menningarnefnd - 32
 Til máls tóku: Bryndís og Marta

Fundargerðin er lögð fram
   
11.  1404003F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 425
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram
   
12.  1403012F - Fræðslunefnd - 25
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram
   
13.  1404002F - Fræðslunefnd - 26
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram
   
14.  1404011F - Fræðslunefnd - 27
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram
   
15.  1403008F - Félagsmálanefnd - 34
 Til máls tók: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram
   
16.  1403015F - Félagsmálanefnd - 35
 Til máls tók: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram
   
17.  1404008F - Félagsmálanefnd - 36
 Til máls tók: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram
   
18.  1405002F - Félagsmálanefnd - 37
 Til máls tók: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram
   
19.  1405003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1350
 Til máls tóku: Bryndís og Dagbjartur

Fundargerðin er lögð fram
   
20.  1405010F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 426
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Hilmar, Dagbjartur, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Marta og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

Bæjarstjórn tekur undir ályktun hafnarstjórnar sem er svohljóðandi:
„Hafnarstjórn fagnar áliti Umhverfis- og Samgöngunefndar um að framlag ríkissins til endurbóta á hafnarmannvirkjum hækki úr 60% í 75%. Hafnarstjórn vill árétta að Miðgarður er kominn 10 ár fram yfir líftíma og vaxandi slysahætta vegna skemmda á stáþili. Miðgarður er 25% af bryggjuplássi hafnarinnar og því verður mikið álag á aðra hafnakanta sem felur í sér verulegt óhagræði fyrir notendur hafnarinnar. Hafnarstjórn beinir því til Samgöngustofu að Miðgarður verði tekinn á 3 ára samgönguáætlun.“

Bæjarstjórn vill ennfremur vekja athygli á því að nú þegar eru þungatakmarkanir á Miðgarði.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135