Á sćţotum frá Grindavík til Kýpur

  • Fréttir
  • 14. apríl 2014

Leiðangur skipaður fimm ævintýramönnum úr þáttunum Dangerous Waters lagði í gær af stað á sæþotum úr Grindavíkurhöfn. Fyrsti áfangastaður er Höfn í Hornafirði en lokaáfangastaðurinn er eyjan Kýpur í Miðjarðarhafi. 

Mennirnir í leiðangrinum, undir forystu leiðangursstjórans Steven Moll, hafa dvalið hér á landi í viku til þess að undirbúa leiðangurinn. Hér hafa þeir notið liðsinnis íslenska sæþotufélagsins KefJet. Jón Viðar Björnsson, hjá KefJet segir það koma fólki á óvart hversu mikinn sjó sæþotur geti þolað. „Það kemur virkilega á óvart hvað þú getur í raun og veru siglt þessu í slæmu veðri. Þetta er samt litlar þotur þannig að þú hoppar til og frá í slæmu veðri en þú kemst ansi greitt yfir þó að það geri svolítið veður. Nú er veðrið tiltölulega þægilegt og þá sækist þér ferðin ansi hratt."

Færeyjar, Hjaltlandseyjar, Bretlandseyjar

Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Jón Viðar var leiðangurinn kominn til Þorlákshafnar og liggur leiðin þaðan til Vestmannaeyja og svo áfram til Hafnar í Hornafirði, hugsanlega með viðkomu í Jökulsárlóni. Þar bíða þeir svo færis á því að geta lagt af stað til Færeyja. Fylgibátur mun fylgja leiðangrinum um 100 mílur áleiðis til Færeyja. Jón Viðar segir tvær ástæður vera fyrir því. „Í fyrsta lagi er það öryggisins vegna og í öðru lagi vegna þess að þoturnar hafa ekki bensín alla leið til Færeyja, það vantar aðeins upp á að þeir nái því og þeir vilja heldur ekki keyra sig alveg fram á síðasta dropa."

Leiðangurinn til Kýpur er liður í fjórðu seríu þáttanna Dangerous Waters, en þættirnir hófu göngu sína fyrir örfáum árum síðan. Á leið sinni frá Færeyjum mun leiðangurinn hafa viðkomu á Hjaltlandseyjum, fer svo þaðan til Skotlands og siglir meðfram Bretlandsströndum og suður til Frakklands. Hægt er að fylgjast með leiðangrinum á netinu því þeir eru með GPS-tæki meðferðis.

Frétt: mbl.is

Myndir: Arnfinnur Antonsson hafnarvörður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!