Ungmennaráđiđ á ferđ og flugi

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 9. apríl 2014

Nýstofnað Ungmennaráð Grindavíkurbæjar hefur í nógu að snúast þessa dagana. Í dag fóru þessar þrjár stúlkur á myndinni, sem allar eru í Ungmennaráði, til Ísafjarðar á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði en hún er á vegum Ungmennafélags Íslands. Hinir þrír í Ungmennaráðinu munu svo sitja hátíðarfund bæjarstjórnar Grindavíkur á morgun í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælisins og leggja þar fram tillögur fyrir bæjarstjórnina um málefni ungs fólks.

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði" verður haldin dagana 9. - 11. apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna.

Á myndinni eru Katrín Lóa, Elsa Katrín og Þórveig Hulda að leggja af stað í ferðina til Ísafjarðar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir