Auglýsing um deiliskipulagstillögu

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2013

Fiskeldi á 1. hluta iðnaðarsvæðis- Grindavík ásamt umhverfisskýrslu. - Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fiskeldis á 1. hluta iðnaðarsvæðis I5 ásamt umhverfisskýrslu, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi sveitarstjórnar þann 29. október 2013. Forkynning tillögunnar fór fram frá 20. september - 1. október 2013.  

Stærð skipulagssvæðisins er um 15 ha. Vestanverð deiliskipulagsmörk liggja að golfvelli golfklúbbs Grindavíkur og sunnanvert að Nesvegi (425). Skipulagið nær um 300 metra norður frá veginum. Að austanverðu afmarkast svæðið af fyrirhuguðum vegi og affallslögn HS Orku sem mun liggja um iðnaðarsvæðið. Aðkoma að svæðinu verður um veg meðfram affallslögn HS Orku.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030. 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Skipulagsstofnunar og Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, 240 Grindavík og einnig hér að neðan frá og með 31. október 2013 til 13. janúar 2014. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfangiðarmann@grindavik.is  eigi síðar en 13. janúar 2014.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar.

 Uppdráttur og greinargerð með umhverfisskýrslu


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum