Fosföt leyfđ í saltfiski
Fosföt leyfđ í saltfiski

Evrópusambandið hefur fallist á óskir saltfiskframleiðenda um að nota fosföt við framleiðslu sína. Fosfat fyrirbyggir að fiskurinn gulni og þráni, og tryggir þannig að hærra verð fáist fyrir hann. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir en sjávarúvegsfyrirtæki í Grindavík eru stærstu útflytjendur á saltfiski á Íslandi. Evrópusambandið var áður búið að banna að nota fosföt eins og lesa má hér

Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fá að nota fosföt í fiskinn. Þeim var gert að hætta notkun efnanna árið 2010 eftir að þeir urðu uppvísir að því að nota þau í óleyfi og án þess að tilgreina þau á umbúðum. Matvælastofnun hafði séð í gegnum fingur sér vegna óvissu um hvort fosföt væru aðeins tæknilegt hjálparefni við vinnsluna eða aukaefni sem neytandinn innbyrðir.

Vísindaráð ESB reyndist ósammála saltfiskframleiðendum og taldi fosföt aukaefni og því var notkun þeirra óheimil. Þau eru leyfð í ýmsan mat en lentu á sínum tíma ekki inni á lista yfir leyfileg aukaefni í saltfiski enda voru saltfiskframleiðendur þá ekki byrjaðir að nota efnin. Það tók langan tíma að fá fosföt inn á listann og á meðan óttuðust íslenskir satfiskframleiðendur að missa stöðu sína á mörkuðum.

Skjöldur Pálmason hjá Odda á Patreksfirði og formaður íslenskra saltfiskframleiðenda segri þetta hafa mikla þýðingu. Á Spáni, Ítalíu og á Grikklandi vilji neytendur hafa saltfiskinn hvítann: „Það hefur verið talsvert mikið verðfall og eftirspurn eftir saltfiski hefur minnkað. Það er hinsvegarmjög erfitt aðselja hvort það er bein afleiðing af þessu eða einhverju öðru en við vonumst að með þessu getum við skaffað markaðnum þá vöru sem hún hefur óskað eftir hingað til".

Evrópusambandið setur ákveðin skilyrði fyrir notkun fosfata og ætlar að fygljast með til að tryggja að þetta takmarki ekki framboð á hráefni í hinn gula þurrkaða saltfisk eða bacalau sem er eftirsóttur í Portúgal.

ruv.is

Nýlegar fréttir

fim. 27. okt. 2016    Grindavík lagđi Íslandsmeistarana í framlengdum leik
fim. 27. okt. 2016    Hatha og Kundalini jóga-námskeiđ
miđ. 26. okt. 2016    Saltfiskhátíđ í Ilhavo - Festival do Bacalhau 2016
miđ. 26. okt. 2016    Námskeiđ í leikfangahekli hjá Gallerí Spuna á morgun
miđ. 26. okt. 2016    Alţingiskosningar laugardaginn 29. október 2016
miđ. 26. okt. 2016    Vináttuverkefni Barnaheilla á Króki
miđ. 26. okt. 2016    Haustfundur Heklunnar á morgun
miđ. 26. okt. 2016    Grindavík - Snćfell í kvöld og stelpurnar ţurfa ţinn stuđning
miđ. 26. okt. 2016    Viđburđir á vegum Sjálfstćđisflokksins nćstu daga
ţri. 25. okt. 2016    Sigurđur Ingi milliliđalaust á Bryggjunni í fyrramáliđ
ţri. 25. okt. 2016    Fundur bćjarstjórnar í beinni útsendingu núna
ţri. 25. okt. 2016    Stórt tap á Hlíđarenda
ţri. 25. okt. 2016    Átak í skráningu heimiliskatta
ţri. 25. okt. 2016    Sundmaraţon nćstu helgi
ţri. 25. okt. 2016    Björt framtíđ međ súpufund á Salthúsinu kl. 18:30
mán. 24. okt. 2016    Unglingadeildin Hafbjörg safnar flöskum á morgun, ţriđjudag
miđ. 26. okt. 2016    Opinn fundur hjá Framsókn í kvöld kl. 20:00
mán. 24. okt. 2016    Kirkjuklukkunum hringt fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi
mán. 24. okt. 2016    Bćjarmálafundur Sjálfstćđisfélags Grindavíkur í kvöld
mán. 24. okt. 2016    Bćjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld
mán. 24. okt. 2016    Krakkakosningavefur kominn í loftiđ
mán. 24. okt. 2016    Bandarískur prófessor í heimsókn
mán. 24. okt. 2016    Bćjarmálafundur hjá Framsókn í kvöld
mán. 24. okt. 2016    Bćjarstjórn Grindavíkur - dagskrá 466. fundar
mán. 24. okt. 2016    Skýr markmiđasetning og ađgerđaáćtlun hefur skilađ Grindavík í fremstu röđ
Grindavík.is fótur