Fosföt leyfđ í saltfiski
Fosföt leyfđ í saltfiski

Evrópusambandið hefur fallist á óskir saltfiskframleiðenda um að nota fosföt við framleiðslu sína. Fosfat fyrirbyggir að fiskurinn gulni og þráni, og tryggir þannig að hærra verð fáist fyrir hann. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir en sjávarúvegsfyrirtæki í Grindavík eru stærstu útflytjendur á saltfiski á Íslandi. Evrópusambandið var áður búið að banna að nota fosföt eins og lesa má hér

Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fá að nota fosföt í fiskinn. Þeim var gert að hætta notkun efnanna árið 2010 eftir að þeir urðu uppvísir að því að nota þau í óleyfi og án þess að tilgreina þau á umbúðum. Matvælastofnun hafði séð í gegnum fingur sér vegna óvissu um hvort fosföt væru aðeins tæknilegt hjálparefni við vinnsluna eða aukaefni sem neytandinn innbyrðir.

Vísindaráð ESB reyndist ósammála saltfiskframleiðendum og taldi fosföt aukaefni og því var notkun þeirra óheimil. Þau eru leyfð í ýmsan mat en lentu á sínum tíma ekki inni á lista yfir leyfileg aukaefni í saltfiski enda voru saltfiskframleiðendur þá ekki byrjaðir að nota efnin. Það tók langan tíma að fá fosföt inn á listann og á meðan óttuðust íslenskir satfiskframleiðendur að missa stöðu sína á mörkuðum.

Skjöldur Pálmason hjá Odda á Patreksfirði og formaður íslenskra saltfiskframleiðenda segri þetta hafa mikla þýðingu. Á Spáni, Ítalíu og á Grikklandi vilji neytendur hafa saltfiskinn hvítann: „Það hefur verið talsvert mikið verðfall og eftirspurn eftir saltfiski hefur minnkað. Það er hinsvegarmjög erfitt aðselja hvort það er bein afleiðing af þessu eða einhverju öðru en við vonumst að með þessu getum við skaffað markaðnum þá vöru sem hún hefur óskað eftir hingað til".

Evrópusambandið setur ákveðin skilyrði fyrir notkun fosfata og ætlar að fygljast með til að tryggja að þetta takmarki ekki framboð á hráefni í hinn gula þurrkaða saltfisk eða bacalau sem er eftirsóttur í Portúgal.

ruv.is

Nýlegar fréttir

fös. 24. jún. 2016    Jónsmessugangan á morgun
fös. 24. jún. 2016    Forsetakosningar á morgun - kjörstađur í Iđunni viđ Ásabraut 2
fös. 24. jún. 2016    Geo hótel rađar inn viđurkenningum
fös. 24. jún. 2016    Grindavíkurbćr hefur unniđ vel ađ ţví útrýma kynbundnum launamun
fim. 23. jún. 2016    Truflun á vatnsveitu í nótt
fim. 23. jún. 2016    Bláa Lóniđ og HS Orka leggja 20 milljónir í uppbyggingu ferđamannastađa
fim. 23. jún. 2016    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Thea Ólafía
fim. 23. jún. 2016    Börn og umhverfi - Barnfóstrunámskeiđ Rauđa krossins
fim. 23. jún. 2016    Alda er nýr collagen heilsudrykkur frá Codland
miđ. 22. jún. 2016    Nýtt myndband Sigur Rósar tekiđ upp í Grindavík
miđ. 22. jún. 2016    Krakkarnir á Króki mćttu í bláu til ađ styđja Ísland á EM
ţri. 21. jún. 2016    Opiđ fyrir skráningar í Menntastođir í Grindavík - Haust 2016
ţri. 21. jún. 2016    Blađ brotiđ í sögu sjúkraflutninga á Suđurnesjum
ţri. 21. jún. 2016    Forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016
ţri. 21. jún. 2016    Hjólakraftur tók WOW Cyclothon međ trompi
ţri. 21. jún. 2016    Bilun í kaldavatnslögn á Bađsvöllum - viđgerđ stendur yfir
mán. 20. jún. 2016    Jónsmessugangan 2016 verđur 25. júní
mán. 20. jún. 2016    Óskar Kristinn Vignisson haslar sér völl í tónlistarmyndbandagerđ
mán. 20. jún. 2016    Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur til 24. júní
mán. 20. jún. 2016    Nýtt Göngu- og útivistarkort fyrir Reykjanesskaga
mán. 20. jún. 2016    Nóg ađ gera hjá Vinnuskólanum
mán. 20. jún. 2016    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Jakob Máni Jónsson
fös. 17. jún. 2016    Hátíđardagskrá viđ íţróttamiđstöđina í dag
fim. 16. jún. 2016    Börn og umhverfi - Barnfóstrunámskeiđ Rauđa krossins
fim. 16. jún. 2016    Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík - heldur heim í Borgarnes
Grindavík.is fótur