Fosföt leyfđ í saltfiski
Fosföt leyfđ í saltfiski

Evrópusambandið hefur fallist á óskir saltfiskframleiðenda um að nota fosföt við framleiðslu sína. Fosfat fyrirbyggir að fiskurinn gulni og þráni, og tryggir þannig að hærra verð fáist fyrir hann. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir en sjávarúvegsfyrirtæki í Grindavík eru stærstu útflytjendur á saltfiski á Íslandi. Evrópusambandið var áður búið að banna að nota fosföt eins og lesa má hér

Íslenskir saltfiskframleiðendur hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fá að nota fosföt í fiskinn. Þeim var gert að hætta notkun efnanna árið 2010 eftir að þeir urðu uppvísir að því að nota þau í óleyfi og án þess að tilgreina þau á umbúðum. Matvælastofnun hafði séð í gegnum fingur sér vegna óvissu um hvort fosföt væru aðeins tæknilegt hjálparefni við vinnsluna eða aukaefni sem neytandinn innbyrðir.

Vísindaráð ESB reyndist ósammála saltfiskframleiðendum og taldi fosföt aukaefni og því var notkun þeirra óheimil. Þau eru leyfð í ýmsan mat en lentu á sínum tíma ekki inni á lista yfir leyfileg aukaefni í saltfiski enda voru saltfiskframleiðendur þá ekki byrjaðir að nota efnin. Það tók langan tíma að fá fosföt inn á listann og á meðan óttuðust íslenskir satfiskframleiðendur að missa stöðu sína á mörkuðum.

Skjöldur Pálmason hjá Odda á Patreksfirði og formaður íslenskra saltfiskframleiðenda segri þetta hafa mikla þýðingu. Á Spáni, Ítalíu og á Grikklandi vilji neytendur hafa saltfiskinn hvítann: „Það hefur verið talsvert mikið verðfall og eftirspurn eftir saltfiski hefur minnkað. Það er hinsvegarmjög erfitt aðselja hvort það er bein afleiðing af þessu eða einhverju öðru en við vonumst að með þessu getum við skaffað markaðnum þá vöru sem hún hefur óskað eftir hingað til".

Evrópusambandið setur ákveðin skilyrði fyrir notkun fosfata og ætlar að fygljast með til að tryggja að þetta takmarki ekki framboð á hráefni í hinn gula þurrkaða saltfisk eða bacalau sem er eftirsóttur í Portúgal.

ruv.is

Nýlegar fréttir

fös. 9. des. 2016    Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju 14. desember
fös. 9. des. 2016    Jólatónleikar tónlistarskólans 10. desember
fös. 9. des. 2016    Ţristaregn frá Ţorsteini dugđi ekki til sigurs gegn Stólunum
fim. 8. des. 2016    Hver er Grindvíkingur ársins 2016? Tilnefningar óskast
fim. 8. des. 2016    Umsjónarkennari óskast í 7. bekk
fim. 8. des. 2016    Starfsmađur óskast í ţjónustumiđstöđ í 50% starf
fim. 8. des. 2016    Liđakeppninni lokiđ og undanúrslit verđa í janúar
fim. 8. des. 2016    Starfsmađur óskast á Bókasafn Grindavíkur
fim. 8. des. 2016    Reggie Óđins á Fish house annađ kvöld
fim. 8. des. 2016    Jólaskákmót Samsuđ og Krakkaskákar laugardaginn 17. desember
fim. 8. des. 2016    Hćttiđ aldrei ađ vera forvitin og hissa!
fim. 8. des. 2016    Metanólverksmiđja CRI í Svartsengi - Mat á umhverfisáhrifum
miđ. 7. des. 2016    Netútsendingar bćjarstjórnarfunda í heilt ár
miđ. 7. des. 2016    Jólabingó Kvenfélagsins gaf af sér góđar gjafir til Víđihlíđar og Túngötu
miđ. 7. des. 2016    Opnunartími í sundlaug og líkamsrćkt yfir jól og áramót
miđ. 7. des. 2016    Jólalestrarbingó
miđ. 7. des. 2016    Áttundi V sigrađi í dag
ţri. 6. des. 2016    Dregiđ í 8-liđa úrslit Maltbikarsins
ţri. 6. des. 2016    Ótrúlegur viđsnúningur á lokamínútunum tryggđi Grindavík sigur á ÍR
mán. 5. des. 2016    Grindavík einn af áhugaverđustu bćjum landsins
mán. 5. des. 2016    Heilsuleikskólinn Krókur í erlendu samstarfi um heilsueflingu í leikskólum
mán. 5. des. 2016    Sjö ungar og efnilegar skrifuđu undir samninga um helgina
mán. 5. des. 2016    Grindavík setti ţristamet í Ljónagryfjunni
mán. 5. des. 2016    Áfram heldur spurningarkeppnin
mán. 5. des. 2016    Jólatónleikar tónlistarskólans 10. desember
Grindavík.is fótur