Málefni fatlađs fólks

  • Grindavíkurbćr
  • 24. apríl 2018

Ávallt skal leitast við að veita fötluðum þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf hins fatlaða meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal hinn fatlaði fá þjónustu samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.

Ferđaţjónusta fatlađra

Ferðaþjónusta fatlaðra
Markmið ferðaþjónustu fatlaðra sé að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Jafnframt skulu fatlaðir eiga rétt á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á ýmsar þjónustustofnanir og vegna annarrar sértækrar þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega

Liðveisla fatlaðra
Sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðum kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

Reglur um liðveislu.

Umsókn um þjónustu við börn

Umsókn um þjónustu við fatlaða 18 ára og eldri

Umsókn um búsetu samkvæmt reglugerð.

 

Heimilið að Túngötu

Heimilið að Túngötu 15-17 er skilgreint sem 4 íbúðir fyrir fólk með fötlun og tvær almennar íbúðir, en hægt er að skilja þær tvær íbúðir frá hinum fjórum með læstri hurð. Íbúafjöldi í húsinu og eftirspurn eftir þjónustu er breytilegur á hverjum tíma. Á Túngötunni er rekin sólarhringsþjónusta undir stjórn þroskaþjálfa.

Nánar upplýsingar veitir Hlín Sigurþórsdóttir, yfirþroskaþjálfi: hlin.s@grindavik.is 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR