Bćjarstjórn nr. 432

  • Bćjarstjórn
  • 28. ágúst 2013

432. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. ágúst 2013 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm forseti, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Hilmar E Helgason aðalmaður, Einar Sveinn Jónsson varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðir bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar eru lagðar fram til upplýsingar, en bæjarráð fór með fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi.

Dagskrá:

1.  1305037 - Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2014-2017
 Þorsteinn Gunnarsson upplýsinga- og þróunarfulltrúi gerði grein fyrir minnisblaði sínu um íbúasamráð við fjárhagsáætlunargerðina.

Aðrir sem til máls tóku: Bryndís, Kristín María, Marta, Hilmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Einar.

Bæjarstjórn vísar minnisblaðinu til umræðu í bæjarráði.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014 og rammaáætlunar fyrir árin 2015-2017.
Jafnframt fór fram umræða um forsendur fjárhagsáætlunarinnar, svo sem álagningarhlutföll fasteignagjalda, álagningu útsvars og breytingar á gjaldskrám.

Forseti leggur til að bæjarstjórn vísi frekari umræðum um forsendur fjárhagsáætlunar til bæjarráðs, en bæjarfulltrúar munu halda sérstakan vinnufund um fjárhagsáætlun eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða
   
2.  1207005 - Siðareglur bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
 Framhald frá fundi 431.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Grindavíkurbæjar. Tillagan er tekin til fyrri umræðu, að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem komu fram á 431. fundi bæjarstjórnar.

Aðrir sem til máls tóku: Guðmundur og Bryndís

Vinnuhópurinn leggur til að tillagan verði birt á vef Grindavíkurbæjar og íbúum gefið tækifæri til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar í öllum nefndum Grindavíkurbæjar áður en hún verður tekin til umræðu í bæjarstjórn.

Forseti leggur til að bæjarstjórn vísi tillögu vinnuhópsins til umsagnar í nefndum bæjarins. Jafnframt að tillagan verði birt á heimasíðu bæjarins og óskað eftir athugasemdum.
                                Samþykkt samhljóða
   
3.  1303048 - Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar sbr. 9 gr. laga nr. 138/2011
 Bæjarstjóri kynnti drög að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar.

Aðrir sem til máls tóku: Bryndís og Guðmundur

Drögin byggja á fyrirmynd innanríkisráðuneytisins.

Forseti leggur til að drögunum verði vísað til umsagnar í nefndum Grindavíkurbæjar og til frekari umræðu og vinnslu í bæjarráði.
                             Samþykkt samhljóða
   
4.  1304036 - Innkaupareglur Grindavíkurbæjar. Endurskoðun
 Bæjarstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðum innkaupareglum Grindavíkurbæjar. Bæjarráð hefur fjallað um tillöguna á fundum 1317 og 1320 og leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Aðrir sem til máls tóku: Bryndís

Forseti ber reglurnar upp til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar með áorðnum breytingum.
   
5.  1306061 - Deiliskipulag fyrir fiskeldi á iðnaðarsvæði merkt I5 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Drög að deiliskipulagi fyrir lóð 1 á svæði I5 á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 unnið af Eflu verkfræðistofu dags. ágúst 2013, er lagt fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan fari í forkynningu skv. 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim lagfæringum sem samþykktar voru á fundinum.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
                 Tillagan er samþykkt samhjóða
   
6.  1304016 - Beiðni um styrk til malbikunar og frágangs á bílastæði við Húsatóftavöll og klæðningar golfskála
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð hefur samþykkt að veita Golfklúbbi Grindavíkur 1.200.000 kr styrk til að klára klæðningu nýs golfskála félagsins og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013. Fjárhæðin kemur til lækkunar á handbæru fé.

Forseti ber tillögu um viðauka fram til afgreiðslu.
                    Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
7.  1306100 - Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ráðningar umsjónarmanns félagsstarfs barna og ungmenna.
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð hefur samþykkt beiðni um viðbótarfjármagn á launalið félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar um 450.000 kr. og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 450.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Forseti ber tillögu um viðauka fram til afgreiðslu.
                         Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
8.  1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs óskar eftir auknum framlögum frá aðildarsveitarfélögum.
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð hefur samþykkir beiðni stjórnar Reykjanesfólkvangs um að aðildarsveitarfélögin auki framlag sitt til rekstrar fólkvangsins úr 17 kr. á íbúa í 35 kr. á hvern íbúa svo hægt verði að sinna landvörslu, verkstjórn sjálfboðaliða og stefnumörkun fyrir fólkvanginn á árinu 2013.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 65.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Forseti ber tillögu um viðauka fram til afgreiðslu.
                         Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
9.  1308001 - Yfirlögn á Nesveg og Bakkalág að smábátahöfn.
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð hefur fjallað um beiðni hafnarstjóra og byggingarfulltrúa um viðauka í fjárhagsáætlun 2013 til að ljúka við seinni yfirlögn á bundnu slitlagi á annarsvegar Nesveg og hinsvegar vegtengingu og bílastæði við smábátahöfn. Verkið var á áætlun 2012 en ekki tókst að ljúka verkinu á árinu vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Áætlaður kostnaður við verkið er 5.000.000 kr og verður hlutur hafnarinnar þá 2.500.000 kr. og hlutur bæjarsjóðs 2.500.000 kr.

Bæjarráð hefur samþykkt verkefnið, enda rúmast það innan fjárfestingaráætlunar A-hluta ársins 2013 þar sem ljóst er að ekki gerist þörf til að nýta allt það fé sem áætlað er til íþróttamannvirkja á þessu ári. Hafnarsjóður mun fjármagna sinn hluta framkvæmdanna með láni frá A-hluta.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar að fjárhæð 2.500.000 kr. og samþykkir jafnframt að aðalsjóður láni höfninni þá fjárhæð.
   
10.  1306007 - Samningur við aðalstjórn UMFG 2013
 Til máls tók: Bryndís

Undirritaður samningur við aðalstjórn UMFG lagður fram til staðfestingar.

Forseti ber samninginn upp til staðfestingar.
                  Samningurinn er staðfestur samhljóða

Bæjarráð leggur til að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð kr. 100.000 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Forseti ber tillögu um viðauka fram til afgreiðslu.
                Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
11.  1306008 - Samningur við UMFG um eflingu íþróttastarfs barna og ungmenna.
 Til máls tók: Bryndís

Undirritaður samningur við UMFG um eflingu íþróttastarfs barna og ungmenna lagður fram til staðfestingar.

Forseti ber samninginn upp til staðfestingar.
                         Samningurinn er staðfestur samhljóða

Bæjarráð leggur til að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Forseti ber tillögu um viðauka fram til afgreiðslu.
                        Viðaukinn er samþykktur samhljóða
   
12.  1306097 - Samningur milli Grindavíkurbæjar og GG um rekstur golfvallar 2013 - 2015
 Til máls tók: Bryndís

Tillaga að endurnýjun samnings við Golfklúbb Grindavíkur um rekstur golfvallar og slátt á púttvelli og Rollutúni árin 2013 - 2015 lagður fram.

Frístunda- og menningarnefnd leggur til að sammingurinn verði samþykktur.
                        Samningurinn er staðfestur samhljóða.

Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti samninginn og feli bæjarstjóra að undirrita. Jafnframt að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 1.045.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.
                       Samþykkt samhljóða
   
13.  1306026 - Beiðni um endurskoðun samnings GG og Grindavíkurbæjar vegna barna- og unglingastarfs GG fyrir árið 2013.
 Til máls tóku: Bryndís og Guðmundur

Tillaga að endurnýjun samnings við Golfklúbb Grindavíkur vegna barna- og unglingastarfs árin 2013 - 2015 lagður fram.

Frístunda- og menningarnefnd leggur til að samningurinn verði samþykktur.

Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti samninginn og feli bæjarstjóra að undirrita. Jafnframt að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 150.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða
   
14.  0908036 - Fundur í fjallskilanefnd.
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerð Fjallskilanefndar er lögð fram, en fjallskil munu fara fram laugardaginn 21. september 2013.
   
15.  1305012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1320
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

Bókun við 15. lið
Fulltrúi D-lista vill byrja á því að óska nýráðnum sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs velfarnaðar í starfi.
Yfirgangur forseta bæjarstjórnar var með ólíkindum í ráðningarferli hans þegar hún ein kom í veg fyrir að fulltrúi Sjáfstæðisflokksins í skipulags-og byggingarnefnd tæki þátt í viðtölum við umsækjendur.
Greinilegt er að fagleg vinnubrögð eiga einungis við þegar sumum hentar.
                          Fulltrúi D- lista

Bókun
Forseti bæjarstjórnar vill vekja athygli á því að samkvæmt samþykktum Grindavíkurbæjar ber bæjarráð ábyrgð á því að ráða sviðstjóra. Í ljósi þess að fulltrúi D-lista í bæjarráði komst ekki á þeim tíma er viðtöl fóru fram óskaði hann eftir því að fulltrúi D-lista í skipulags- og umhverfisnefnd fengi að sitja viðtölin. Forseti benti þá fulltrúa D-lista á að bæjarráð sæi um þessa ráðningu og því ætti næsti varamaður í bæjarráð að koma inn í hans stað og ef hann kæmist ekki þá næsti maður á lista en ekki aðili að eigin vali. Í bæjarstjórn og bæjarráði taka aðilar sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir og sama á við um þau störf sem bæjarráð og bæjarstjórn er falið. Það má einnig vekja athygli á því að forseti er með eitt atkvæði af þremur í bæjarráði.
                         Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, forseti bæjarstjórnar
   
16.  1306003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1321
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.
   
17.  1306007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1322
 Til máls tóku: Bryndís, Einar, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.
   
18.  1307001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1323
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.
   
19.  1307004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1324
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.
   
20.  1308002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1325
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.
   
21.  1308027 - 661.fundur haldinn í stjórn S.S.S.
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.
   
22.  1308004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 29
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.
   
23.  1308003F - Frístunda- og menningarnefnd - 23
 Til máls tók: Bryndís

Fundargerðin er lögð fram.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135