Bćjarstjórn nr. 431

  • Bćjarstjórn
  • 29. maí 2013

431. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm forseti, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Dagbjartur Willardsson aðalmaður, Páll Gíslason varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum.

Málsnúmer 1305052 Beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjarmaheiði ehf um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Hópsheiði 2.

Málsnúmer 1209065 Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingaþjónustu að Hafnargötu 6.

Málsnúmer 1305053 Beiðni um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi að Hafnargötu 27a.
Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá undir dagskrárlið 12, 13 og 14.

Dagskrá:

1.  1305047 - Kjör forseta og varaforseta sbr. 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
 Til máls tók: Bryndís.
Forseti ber fram eftirfarandi tillögu.

Forseti bæjarstjórnar
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm (B)
1. Varaforseti
Kristín María Birgisdóttir (G)
2. Varaforseti
Marta Sigurðardóttir (S)

Samþykkt samhljóða.
   
2.  1305049 - Kosning í kjörstjórn, sbr. 57. gr. A, 2. töluliður, samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
 Til máls tók: Bryndís.

Forseti ber fram eftirfarandi tillögu að kjöri í kjörstjórn 2013-2014.
Helgi Bogason, formaður (B)
Jónína Ívarsdóttir (G)
Þórunn Sigurlaug Jóhannsdóttir (S)

Varamenn
Sesselja Hafberg (B)
Dagný Erla Vilbergsdóttir (G)
Hilmar Knútsson (S)

Samþykkt samhljóða.
   
3.  1305048 - Kosning í bæjarráð, sbr. 57. gr. A, 1. töluliður, samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
 Til máls tók: Bryndís.
Forseti ber fram eftirfarandi tillögu að kjöri í bæjarráð Grindavíkurbæjar 2013-2014.
Kristín María Birgisdóttir formaður (G)
Bryndís Gunnlaugsdóttir varaformaður (B)
Marta Sigurðardóttir (S)

Varamenn
Dagbjartur Willardsson (G)
Páll Jóhann Pálsson (B)
Helga Kristjánsdóttir (S)
Áheyrnarfulltrúi
Guðmundur Pálsson (D) og Vilhjálmur Árnason (D) til vara.

Samþykkt samhljóða.
   
4.  1301019 - Ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2012
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María og Marta.

Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda við fyrri umræðu, en engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum.
Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

Bókun meirihluta B, G og S lista.
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2012 hefur nú verið tekinn til seinni umræðu og staðfestur af bæjarstjórn. Eins og fram kom við fyrri umræðu var mjög góður afgangur af rekstri bæjarins á árinu.
Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, var 230,4 milljónir króna í rekstrarafgang en áætlun gerði ráð fyrir 58,6 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 208,1 milljón yfir áætlun. Niðurstaðan er mikil breyting frá árinu áður, en þá var rúmlega 100 milljóna kr. halli á rekstri bæjarsjóðs Grindavíkur og fyrirtækja hans (A og B hluta).

Breytinguna má rekja til þeirra aðgerða sem bæjarstjórn greip til á árunum 2010-2012 í framhaldi af markmiðssetningu sem samþykkt var í nóvember 2010. Sú stefnumótun gerði ráð fyrir að rekstur bæjarsjóðs yrði kominn í jafnvægi á árinu 2013. Þau markmið eru að nást einu ári fyrr, ekki síst vegna þess að tekjur eru að aukast hraðar en áætlað var. Tekjuaukningu má rekja til breytinga á gjaldskrám, fjölgunar íbúa, minnkandi atvinnuleysis og aukinna umsvifa í Grindavík. Árið 2012 var gott bæði í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, sem eru undirstöður atvinnulífs í bænum.

Frá árinu 2010 hafa reglulegar tekjur bæjarsjóðs og stofnanna hans hækkað um 25%, en útgjöld fyrir fjármagnsliði lækkað um tæpt 1%. Samkvæmt þriggja ára rammaáætlun Grindavíkurbæjar er gert ráð fyrir áframhaldandi góðum afgangi af rekstri Grindavíkurbæjar og stofnana hans. Á næstu misserum er ráðgert að hefja mikla uppbyggingu við íþróttamannvirki, bókasafn og tónlistarskóla og nauðsynlegt að bæjarsjóður skili afgangi til að hægt sé að fjármagna þær framkvæmdir án lántöku og í kjölfarið reka mannvirkin. Bæjarsjóður skuldar mjög lítið og afborganir lána eru lágar.

Grindavíkurbær uppfyllir nú bæði skilyrði svokallaðrar jafnvægisreglu og skuldareglu í fjármálakafla nýrra sveitarstjórnarlaga. Grindavíkurbær hefur því allar forsendur til að vera eitt best setta sveitarfélag landsins ef fram heldur sem horfir.
Bæjarstjórn gengur sem fyrr samstillt til verks og þakkar starfsmönnum bæjarins fyrir vel unnin störf undanfarin misseri við að bæta rekstur Grindavíkurbæjar.
Fulltrúar B, G og S lista.

Tillaga
Forseti leggur til að starfsmönnum Grindavíkurbæjar verði umbunað fyrir góðan árangur í rekstri bæjarins á árinu 2012 með sérstakri sumargjöf.
Samþykkt samhljóða.

Bókun
Eins og af þessum ársreikningi má sjá þoldi bæjarsjóður vel að lækka álögur á íbúa Grindvíkur á árinu 2013 eins og fulltrúi D- lista lagði til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Fulltrúi D- lista.

Fundarhlé tekið kl. 17:25 - 17:35

Bókun
Tekjur Grindavíkurbæjar voru 200 milljónir yfir áætlun á árinu 2012. Mjög óábyrgt er að byggja langtímafjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar á afkomu eins árs, sérstaklega í ljósi þess að aðstæður helstu atvinnugreinar Grindavíkur, sjávarútvegs, hefur verið mjög ótrygg og fiskverð fer lækkandi. Efnahagsástand í landinu er óstöðugt og því er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Útsvar var lækkað lítillega um síðustu áramót og vonandi verður hægt að halda þeirri þróun áfram í næstu fjárhagsáætlun.
Fulltrúar B-, G- og S-lista
   
5.  1211028 - Aðalskipulagsbreyting vegna fráveitu frá Svartsengi í Grindavík
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann og Marta

Ingvar Þór Gunnlaugsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fylgdi málinu eftir.
Aðalskipulagsbreyting tekin fyrir eftir auglýsingu skv. 32. gr. skipulagslaga. Þrjár umsagnir bárust. Tillaga að svörum dags. 17.5.2013 lögð fram og greinargerð með endanlegri áætlun.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að svörum og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna ásamt umhverfisskýrslu með vísan til 32. gr. skipulagslaga.
   
6.  1211045 - Alexander Ólafsson ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku við Vatnskarðsnámu
 Til máls tók: Bryndís

Ingvar Þór Gunnlaugsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fylgdi málinu eftir.
Alexander Ólafsson ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Vatnskarðsnámu sbr. meðfylgjandi gögn dags. nóvember 2012.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta erindinu og fela bæjarráði að afgreiða framkvæmdaleyfið þegar öll gögn liggja fyrir.
   
7.  1305029 - Skipulagslýsing fyrir gamla bæinn í Grindavík
 Til máls tók: Bryndís, Marta, Kristín María, Páll Jóhann og Guðmundur

Ingvar Þór Gunnlaugsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fylgdi málinu eftir.
Skipulagslýsing vegna gamla bæjarins í Grindavík er lögð fram, unnin af Eflu Verkfræðistofu dags. maí 2013.

Í deiliskipulagsvinnunni fyrir svæðið eru eftirfarandi atriði leiðarljós við gerð skipulagsins:
Lágstemmd byggð í gömlum anda.
Götumynd í anda svæðisins verði samfelld fyrir allt svæðið.
Meðalstórar lóðir og hæfilega þétt byggð.
Íbúabyggð og iðnaðarsvæði verði aðskilin.
Sögu svæðisins gerð skil á einn eða annan hátt.
Að skoða sérstaklega svæðið í kringum gömlu höfnina.
Ferðamannaþjónusta að einhverju tagi á svæðinu.

Svæðið sem um ræðir telst til elstu þéttbýlisbyggðar í Grindavík. Elstu húsin eru annars vegar Varir við
Víkurbraut 1 og hins vegar Vesturbær við Vesturbraut 16 en þau voru byggð árið 1890. Flest húsin eru
frá tímabilinu 1921 til 1940. Yngsta húsið er frá árinu 1997 en það stendur við Sunnubraut 7. Það sem
er sérstakt við svæðið að það er bæði dreift og strjálbýlt, í raun má segja að sveitin og bærinn mætist
á svæðinu. Þetta ásamt nálægðinni við hafið gerir hverfið hrárra en önnur hverfi Grindavíkur en um
leið sveipir það svæðinu ákveðnum sjarma og sjórinn er mikilvægt atriði í staðaranda svæðisins, sem
eðlilegt er m.t.t. staðsetningar og ríkrar byggðarsögu tengd sjónum.

Skipulagslýsingin er lögð fram til kynningar, en afgreiðslu er frestað þar til umsögn hafnarstjórnar liggur fyrir.
   
8.  1305030 - Skipulagslýsing fyrir nýtt skotsvæði Skotfélagsins Markmið
 Til máls tók: Bryndís, Guðmundur, Kristín María, Páll Jóhann og Marta

Ingvar Þór Gunnlaugsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fylgdi málinu eftir.
Skipulagslýsing nýs skotsvæðis við Lágafell er lögð fram, unnin af Eflu verkfræðistofu dags. 29.04.2013

Í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er afmarkað um 116 ha svæði sem opið svæði til sérstakra nota fyrir skotæfingasvæði. Svæðið er staðsett norð-vestan við bæinn, nánar tiltekið norðan við skilgreint varnarsvæði og vestan við Lágafell. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagssvæðið taki yfir um 40 ha af því svæði sem afmarkað er í aðalskipulagi. Svæðið er afmarkað með blárri línu á loftmynd og aðalskipulagsuppdrætti. Umhverfis svæðið er opið óbyggt svæði en til suðurs er varnarsvæði. Aðkoma að svæðinu er frá þjóðvegi 426, Norðurljósaveg. Á svæðinu hefur verið opnuð náma og efni tekið en gert er ráð fyrir því að gengið verði frá námunni við gerð skotsvæðisins.
Deiliskipulagið er unnið með það að meginmarkmiði að skapa góðar og öruggar aðstæður í Grindavík fyrir skotíþróttir. Unnið er að því að uppfylla þá stefnu aðalskipulags að landgæði og umhverfisgæði verði nýtt til aukinnar tómstunda- og íþróttaiðkunar en jafnframt verði fullt tillit tekið til ósnortinnar náttúru.
Á svæðinu verða staðsettir fimm haglabyssuvellir og allt að 700m löng riffilbraut, einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir æfingaraðstöðu fyrir bogfimi og að lögreglan geti sett upp lokaða braut til eigin skotæfinga (um 50m langa).
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum á svæðinu verði áfangaskipt og að sækja þurfi um framkvæmdaleyfi til bæjarins fyrir hvern áfanga.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna til auglýsingar skv. 1.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir einnig að loknu umsagnarferli um skipulagslýsinguna fari skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í vettvangsferð á fyrirhugað skotæfingarsvæði.
   
9.  1211050 - Nýtt húsnæði fyrir bókasafn og tónlistarskóla
 Til máls tók: Bryndís

Tilboð í verkið ,,Grunnskóli Grindavíkur- viðbygging bókasafns og tónlistarskóla" lögð fram.

Eftirfarandi tilboð bárust. Fjárhæðir eftir yfirferð.
1. Grindin ehf. kr. 254.075.118.
2. Hjalti Guðmundsson ehf. kr. 265.580.183.-
3. ÍAV hf. kr. 293.460.139.-
4. HH.Smíði ehf. kr. 330.636.894.-

Kostnaðaráætlun 336.198.560.-

Lægstbjóðandi var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á kr. 254.075.118.- eða 75,6% af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda og leggja samning fyrir bæjarráð til staðfestingar.
   
10.  1305043 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Körfuknattleiksdeildar UMFG um tækifærisleyfi í Röstinni 30. maí til 2. júní 2013.
 Til máls tók: Bryndís

Dagbjartur vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Tillaga
Bæjarstjórn leggur til að opnunartími verði til kl. 05, en vísar að öðru leyti til umsagna byggingafulltrúa og slökkviliðs.
Samþykkt samhljóða
   
11.  1207005 - Siðareglur bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
 Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum vinnuhóps sem bæjarráð skipaði til að vinna tillögu að siðareglum bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og stjórnenda.
Vinnuhópurinn stóð fyrir opnum íbúafundi um markmið, hlutverk og innihald siðareglna þann 6. maí síðastliðinn þar sem Jón Ólafsson heimspekiprófessor var með innlegg. Fundurinn var ágætlega sóttur.

Fyrir fundinum liggja drög að siðareglum til umræðu og í kjölfar yfirferðar bæjarstjóra voru almennar umræður um drögin.
   
12.  1305052 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjarmaheiði ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Hópsheiði 2
 Til máls tóku: Bryndís, Páll Jóhann og Guðmundur

Tillaga
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina, en vísar að öðru leyti til umsagna byggingafulltrúa og slökkviliðs og hvetur sýslumann til að leita umsagnar hestamannafélagsins Brimfaxa.
Samþykkt með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.
   
13.  1209065 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingaþjónustu að Hafnargötu 6
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að opnunartími veitingaþjónustu að Hafnargötu 6 verði til kl. 05 dagana 30. maí - 2. júní 2013
   
14.  1305053 - Beiðni um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi að Hafnargötu 27a
 Til máls tók: Bryndís

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að opnunartími veitingaþjónustu að Hafnargötu 27a verði til kl. 05 dagana 30. maí - 3. júní 2013
   
15.  1305046 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
 Til máls tók: Bryndís

Tillaga
Með vísan til 7. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála,nema þar sem lög kveða á um annað í samræmi við 3. mgr. 48. gr. sömu samþykkta.
Samþykkt samhljóða.
   
16.  1305024 - 26.fundur Heklunnar.
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
17.  1305009 - 32. fundur Menningarráðs Suðurnesja
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
18.  1305010 - 33. fundur Menningarráðs Suðurnesja
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
19.  1305031 - 657.stjórnarfundur S.S.S. Fundarboð og fundargerð.
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
20.  1303056 - Aukafundur í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 19. apríl 2013.
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
21.  1305025 - Fundargerð aðalfundar Markaðsstofu Reykjaness.
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
22.  1305017 - Fundargerð aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 24. apríl 2013
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
23.  1305001F - Frístunda- og menningarnefnd - 21
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
24.  1305004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1318
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
25.  1305006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1319
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
26.  1305007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 26
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
27.  1305008F - Fræðslunefnd - 18
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
   
28.  1305003F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 418
 Fundargerðin er lögð fram.

Allir tóku til máls.
  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135