Fundur nr. 427

  • Bćjarstjórn
  • 1. mars 2013

427. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Hilmar E Helgason varamaður, Lovísa Hilmarsdóttir varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1204039 - Svæðisskipulag Suðurnesja
Til máls tók: Bryndís

Staðfesting Skipulagsstofnunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 lögð fram. Skipulagið tekur gildi við staðfestingu ráðherra og auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.

2. 1211028 - Aðalskipulagsbreyting vegna fráveitu frá Svartsengi í Grindavík
Til máls tóku: Bryndís og Guðmundur

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar þannig að skilgreiningin "skipulagi frestað" verði aflétt á því svæði sem skilgreint er fyrir lögnina og verður það skilgreint sem svæði fyrir iðnaðarsvæði.
Jafnframt leggur nefndin til að skipulagið verði auglýst ásamt umhverfisskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar með þeirri breytingu að svæðið verði skilgreint sem svæði fyrir "veitur og fjarskipti" í samræmi við tillögur ráðgjafa.

3. 1012003 - Tillaga um breytingu á deiliskipulagi í Svartsengi.
Til máls tók: Bryndís

Deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu er lagt aftur fyrir eftir auglýsingartíma, ein athugasemd barst dags. 25.01.2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir skipulagstillöguna og athugasemdina og samþykkt að svara athugasemdinni án breytinga á tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagið ásamt umhverfisskýrslu skv. 3. mgr 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

4. 1112025 - Breyting á deiliskipulagi við Bláa Lónið í Grindavík
Til máls tók: Bryndís

Deiliskipulagið er tekið fyrir aftur eftir auglýsingartíma, ein athugasemd barst í tveimur liðum dags. 25.01.2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir skipulagstillöguna og athugasemdina og samþykkt að svara athugasemdinni án breytinga á tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagið ásamt umhverfisskýrslu skv. 3. mgr 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 1211054 - Uppskipting lóðar við Steina
Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Marta og Kristín María

Sparri ehf. óskar eftir að skipta upp lóð sinni við Steina í Grindavík í tvær lóðir. sbr. ný lóðarblöð dags.15.02.13.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að beiðnin verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir beiðnina með 6 atkvæðum, Guðmundur situr hjá.

Bókun
Undirritaður situr hjá við þessa tillögu þar sem til stendur að fara í íbúafund um framtíðarskipulag gamla bæjarins. Ég fagna því að verktakar ráðast í framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Fulltrúi D-lista.

6. 1301002 - Farsímamál hjá Grindavíkurbæ
Til máls tóku: Bryndís, bæjarstjóri, Guðmundur, Marta, Hilmar, Kristín María og Páll Jóhann

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að reglum vegna farsímanotkunar starfsmanna Grindavíkurbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða og að reglurnar taki gildi 1. maí nk.

7. 1302007 - Frá atvinnuveganefnd Alþingis, Vegna 570. máls, stjórn fiskveiða (heildarlög)
Allir tóku til máls.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að umsögn Grindavíkubæjar um frumvarpið. Umsögnin er í samræmi við fyrri umsagnir bæjarstjórnar um sambærileg frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsögnina og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til atvinnuveganefndar Alþingis.

8. 1302039 - Sala félagslegra íbúða í eigu Grindavíkurbæjar
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerir grein fyrir tilboðum frá fasteignasölum í umsýslu með sölu félagslegra íbúða í eigu Grindavíkurbæjar og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Fasteignasölu Suðurlands.

Aðrir sem til máls tóku: Hilmar, Bryndís og Guðmundur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Fasteignasölu Suðurlands á grunni tilboðsins og samningurinn verði lagður fyrir næsta bæjarráðsfund.

9. 1302003 - Dælubrunnur fráveitu við vigtarhús
Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri.

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

10. 1111034 - Samningar við UMFG - staða
Til máls tók: Bryndís

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

11. 1301059 - Álagning fasteignagjalda 2013
Til máls tók: Bryndís

Heildaryfirlit yfir álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2013 er lagt fram. Álagningin er 4.915.678 kr lægri en fjárhagsáætlun ársins 2013 gerir ráð fyrir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti að fjárhæð 4.916.000 kr. Breytingin komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

12. 1302022 - Slökkvistjóri leggur fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna bifreiðakostnaðar.
Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Kristín María og Marta

Slökkvistjóri hefur óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 350.000 kr. vegna bifreiðakostnaðar.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 350.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. 1301040 - Styrkir til nýsköpunar og þróunar í Grindavík
Til máls tók: Bryndís

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 1.200.000 á málaflokk 13 Atvinnumál.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14. 1209054 - Útboðsgögn vegna endurnýjunar gatnalýsingar í Grindavík
Til máls tók: Bryndís

Lögð er fram tillaga að útboðsgögnum vegna endurnýjunar gatnalýsingar við Heiðarhraun, Hvassahraun og Skólabraut unnin af Eflu og Verkís í desember 2012.
Innifalið í kostnaðaráætlun er breyting á götumynd Heiðarhrauns og Hvassahrauns þar sem göturnar verða þrengdar til þess að hægja á umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda. Umfang verksins hefur því aukist töluvert frá fyrstu hugmynd. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið hönnunargögn og umfang verksins.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir því að fjármagn sem áætlað var til endurnýjunar gatnalýsingar á árinu 2014 verði flutt yfir á árið 2013 svo hægt sé að mæta framkvæmdakostnaði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð 10.000.000 kr og á móti lækki fjárfestingaáætlun ársins 2014 um sömu fjárhæð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. Kostnaðarauka á árinu 2013 verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15. 1301066 - 234.fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

16. 1302028 - 652.stjórnarfundur S.S.S. Fundarboð og fundargerð.
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

17. 1302062 - 653.fundur haldin í stjórn S.S.S.
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

18. 1302017 - 83. fundur þjónustuhóps sldraðra
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

19. 1301068 - Fundargerð 4. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1302042 - Fundargerð 433. fundar stjórnar Kölku
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1301071 - Fundargerð 9. stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1301012F - Frístunda- og menningarnefnd - 18
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1302001F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 417
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

24. 1301009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1309
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

25. 1302003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1310
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1302007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1311
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

27. 1302006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 22
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

28. 1302005F - Félagsmálanefnd - 18
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

29. 1302065 - 31.fundur haldinn í Menningarráði Suðurnesja.
Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135