Taka ţátt í söngkeppni SAMFÉS

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 11. febrúar 2013

Þrjár unglingsstúlkur frá félagsmiðstöðinni Þrumunni hafa áunnið sér rétt til að taka þátt í úrslitum söngkeppni Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Stúlkurnar, þær Karlotta Sjöfn Sigurðardóttir, Karólína Ívarsdóttir og Inga Bjarney Óladóttir, hafa farið í gegnum tvær undankeppnir og komist áfram úr þeim báðum og í úrslitin.  

Fyrir nokkrum dögum fór fram undankeppni í Mosfellsbæ þar sem þátt tóku fulltrúar frá félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi, alls 12 atriði. Af þessum 12 komust fjögur í aðalkeppnina sem fram fer í Laugardalshöll laugardaginn 2. mars n.k.

Lagið sem stúlkurnar flytja heitir Beneath You're Beautiful en snara verður texta lagsins yfir á íslensku fyrir aðalkeppnina. Karlotta og Karólína sjá um söng en Inga Bjarney leikur undir á gítar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!