Bćjarstjórn nr. 425

  • Bćjarstjórn
  • 19. desember 2012

425. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. desember 2012 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Valur Björnsson 2. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Dagbjartur Willardsson aðalmaður, Hilmar E Helgason varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir heimild bæjarstjórnar til að bæta máli á dagskrá með afbrigðum.
Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi

Dagskrá:

1.  1212003 - Túngata 15-17, kaupsamningur og afsal
 Til máls tók: Bryndís

Kaupsamningur og afsal er lagt fram til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og samþykkir að fjármagna kaupin með breyttri forgangsröðun fjárfestinga á árinu 2012, þannig að ekki kemur til aukinna útgjalda til fjárfestinga.
   
2.  1211016 - Rekstrarfélag Grindavíkurbæjar ehf
 Til máls tók: Bryndís
Bæjarráð leggur til að félaginu verði slitið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.
   
3.  1211065 - Bótakrafa vegna slyss á íþróttasvæði
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu.

Dómur hæstaréttar lagður fram. Grindavíkurbær var sýknaður af kröfum áfrýjenda, en skal bera málskostnað.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2012 að fjárhæð kr. 4.000.000. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé.
   
4.  1209066 - Ósk um stuðning og samstarf að uppgræðslu og ræktun árið 2013.
 Til máls tók: Bryndís

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs óskar eftir stuðningi og samstarfi við uppgræðslu og ræktun árið 2013.
Bæjarráð samþykkti að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
   
5.  1211021 - Samningur við Pílufélag Grindavíkur
 Til máls tók: Bryndís

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

                           Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
   
6.  1211056 - Vinna og virkni
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og lagði til að forsendur fyrir þátttöku Grindavíkurbæjar í verkefninu væri að stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs og ríkisstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu og að almenn þátttaka sveitarfélaga verði í verkefninu. Þau skilyrðu eru uppfyllt. Samþykki Grindavíkurbær þátttöku í verkefninu skal bærinn skapa sex störf á næstu sex mánuðum.

Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er kr. 1.800.000 sem færist á félagsmál.
   
7.  1209045 - Reglur um launalaus leyfi starfsmanna Grindavíkurbæjar
 Til máls tóku: Bryndís og Guðmundur

Tillaga að reglum um launalaus leyfi starfsmanna Grindavíkurbæjar lögð fram.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
   
8.  1210020 - Íþróttamannvirki áfangi 2.
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann og Páll Valur

Niðurstaða á opnun tilboða í verkfræðihönnun vegna íþróttamannvirkja áfanga 2.
Sjö aðilar buðu í verkið og bauð Verkís hf. lægst, eða kr. 13.940.000.

Byggingafulltrúi leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, með 6 atkvæðum, að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Guðmundur situr hjá.
   
9.  1202082 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur
 Til máls tók: Bryndís

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
   
10.  1210108 - Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang.
 Til máls tóku: Bryndís, Páll Valur, Guðmundur og Páll Jóhann

Sorpa, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpurðun Vesturlands óska eftir því að Grindavíkurbær tilnefni mögulegan urðunarstað fyrir úrgang.

Samkvæmt aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er ekki gert ráð fyrir urðunarstað fyrir úrgang innan sveitarfélagsins.
   
11.  1209012 - Nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Grindavík
 Til máls tók: Bryndís

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir, með 6 atkvæðum, að auglýsa deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu. Guðmundur situr hjá.
   
12.  1211027 - Aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjarskipulags
 Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur og bæjarstjóri

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjar Grindavíkur verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna.
   
13.  1211028 - Aðalskipulagsbreyting vegna fráveitu frá Svartsengi í Grindavík
 Til máls tók: Bryndís

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjar Grindavíkur verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna.
   
14.  1207037 - Lokaafgreiðsla deiliskipulags við Mölvík í Grindavík
 Til máls tók: Bryndís og Guðmundur

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að auglýsa í Stjórnartíðindum.
   
15.  1212030 - Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi
 Til máls tóku: Bryndís, Páll Valur, Páll Jóhann, Guðmundur, bæjarstjóri, Dagbjartur, Kristín María og Hilmar

Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi frá og með áramótum.

Bókun
Ég Páll Valur Björnsson tilkynni hér með að ég læt af störfum sem bæjarfulltrúi fyrir Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans frá og með 31.desember 2012. Sú ákvörðun helgast af því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við stjórnmálaaflið Bjarta framtíð. Vil ég nú þegar að leiðir skilja þakka samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir frábært samstarf og ógleymanlegan tíma síðustu tvö og hálft ár, einnig þakka ég starfsmönnum Grindavíkur fyrir gott samstarf. Það er með söknuði og trega sem þessi ákvörðun er tekin þar sem að ég hef haft mikla ánægju af setu minni í bæjarstjórninni og þrátt fyrir að þetta starf hafi verið mjög krefjandi þá hefur það verið umfram allt gífurlega gefandi og lærdómsríkt og hefur uppfyllt allar þær vonir sem ég bar til þess. Ég geng stoltur frá borði og er afskaplega ánægður með að hafa verið hluti af bæjarstjórn sem þurfti að taka stórar og erfiðar ákvarðanir en sem hafa komið í ljós að voru réttar og til hagsbóta fyrir Grindavík og íbúa hennar.
Allt frá því að ég hóf að hafa afskipti af pólitík hef ég talað fyrir auknu samstarfi milli flokka og leitast við að reyna leysa þau ágreiningsmál sem óhjákvæmilega koma upp í sem breiðustu sátt. Ég tel að það hafi tekist og sú hugmyndafræði sem ég og minn flokkur lögðum upp með í upphafi hafi náð að skjóta rótum í starfi bæjarstjórnar. Marta Sigurðardóttir varamaður minn mun taka sæti mitt í bæjarstjórn og nýtur hún fulls traust bæði frá mér og eins frá stjórn og baklandi Samfylkingarfélagsins. Ég skil við Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans í fullkominni sátt og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. Að lokum óska ég bæjarstjórn Grindavíkur gæfu og velgengni og mun ekki liggja á liði mínu og styðja hana til góðra verka hér eftir sem hingað til íbúum Grindavíkur til heilla og hagsældar.
                   Með vinsemd og virðingu Páll Valur Björnsson.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Páls Vals og mun Marta Sigurðardóttir taka sæti hans í bæjarstjórn frá og með næstu áramótum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gefa út ný kjörbréf.

Bókun
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri þakka Páli Vali Björnssyni fyrir gott samstarf og góð störf í bæjarstjórn Grindavíkur og óska honum velfarnaðar á öðrum vettvangi stjórnmála.
   
16.  1212004 - 22.fundur Heklunnar. Fundargerð.
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
17.  1211099 - 29.fundur Menningarráðs Suðurnesja.
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
18.  1211067 - 649.fundur haldinn í stjórn S.S.S. Fundarboð og fundargerð.
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
19.  1212001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1305
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
20.  1212004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1306
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
21.  1212003F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 416
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
22.  1211019F - Frístunda- og menningarnefnd - 16
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
23.  1211017F - Almannavarnarnefnd Grindavíkur - 2
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   
24.  1212002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 20
 Allir tóku til máls.

Fundargerðin er lögð fram.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135