Ungmennaţing í dag

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 22. nóvember 2012

Fimmtudaginn 22. nóvember n.k. verður haldið UNGMENNAÞING í Grindavík. Þingið er fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 18 ára og verður haldið í Hópsskóla og hefst kl. 18:00. Boðað er til þingsins að fenginn tillögu Ungmennaráðs Grindavíkur sem var starfandi sl. vetur.

Tilgangur þingsins er að fá hugmyndir frá ungu fólki í Grindavík um málefni er þau varða.
Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju getum við breytt? Hvað er hægt að gera betur? O.s.frv. 
Af hverju er mikilvægt að Ungmennaráð sé virkt?

Hlutverk Ungmennaráðs er að koma skoðunum ungs fólks á framfæri ásamt því að vernda hagsmuni hópsins. Ungmennaþing þjónar þeim tilgangi að fá hugmyndir frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í Grindavík. Þátttakendum ungmennaþings er skipt upp í nokkra hópa. Á þinginu verða meginumræðuefni eftirtalin;

  • skólamál - framhaldsskóli í Grindavík? (fræðslumál),
  • atvinnumál ungs fólks, menning og félagsmál og íþróttir og tómstundir (forvarnir).
  • Athygli skal vakin á því að þessi málefni eru mjög opin og þátttakendur hvattir til þess að ræða um þau málefni sem þeim þykir mikilvæg.

Hefur þú skoðun á: Menntaskóla í Grindavík?? Afþreyingu fyrir ungt fólk?? Aðstöðu ungs fólks í Grindavík?? Finnst þér vanta ungmennahús??

Ef þú hefur skoðun á málefnum ungs fólks í Grindavík þá er tilvalið að mæta á fundinn og koma þínum skoðunum á framfæri.

Boðið verður upp á veitingar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir