Fjölnota íţróttahús - Hópiđ

  • Ţjónusta
  • 16. mars 2009

Hópið - Fjölnota íþróttahús Grindavíkur
við Austurveg
Sími 426 8605.

Húsvörður/vallarstjóri:
Bergsteinn Ólafsson
Sími 868 8394.

Fjölnota knattspyrnuhús var tekið í notkun haustið 2008 en vígt formlega 28. mars 2009.
Knattspyrnuhúsið er 50 x 70 metra stálgrindarhús með nýjustu kynslóð gervigrass og 60 metra hlaupabraut og er bylting fyrir knattspyrnuiðkendur í Grindavík.

Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, tók fyrstu skóflustunguna að nýja fjölnota íþróttahúsinu þann 27. apríl 2007 en starfsemi í húsinu hófst í haust þótt ekki væri allt tilbúið inni fyrr en nú. Hópið er 50 x 70 metrar með staðsteyptum veggjum og stálgrindarþaki.

Aðalverktaki var Grindin hf. í Grindavík en fyrirtækið er einnig að byggja nýja Hópsskólann. Jón Guðmundsson sá um pípulagnir, múrverk var í höndum Jóns Einarssonar, raflagnir sá TG Raf ehf. um og Rúnar Sigurjónsson málari sá um málningarvinnu. Jarðvinna var í höndum Litlafells, Jón og Margeir sáu um flutninga- og kranavinnu og Blikksmiðja ÁG sá loftræstingu og hita. Arkitektastofan Ask sá um teikningar, Fjarhitun var með burðaþol og lagnir og verkþjónusta Kristjáns var hönnunarstjóri. EB þjónustan sá um járnsmíðavinnu.
Stálgrind og þak í húsið kemur frá BM Vallá. Gervigrasið á völlinn kemur frá Pólýtan en það er framleitt í Þýskalandi og uppfyllir nýjustu gæðakröfur.

Fjölmenni var við vígslu fjölnota íþróttahúsins í Grindavík en gestir voru nokkuð hundruð talsins. Húsið gjörbyltir allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Grindavík og býður upp á æfingaaðstöðu fyrir fleiri íþróttagreinar og almenningsíþróttir. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins
Grindarinnar hf, sem sá um smíði hússins, afhenti Garðari Páli Vignissyni, forseta bæjarstjórnar, lyklavöldin að húsinu.


Einnig afhenti Magnús unglingaráði knattspyrnudeildar 100 nýja bolta fyrir yngri flokkana af þessu tilefni ásamt útgerðarfyrirtækinu Besa og tók Rúnar Sigurjónsson, formaður unglingaráðs við þeim.
Efnt var til samkeppni um nafn á húsinu og tilkynnti Garðar við vígsluna að nafnið Hópið varð fyrir valinu en það hefur skírskotun til sögu Grindavíkur. Þá vígði Garðar formlega húsið með því að taka vítaspyrnu af miklu öryggi.

Friðrik Einarsson, stjórnarmaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, flutti ávarp og þakkaði Grindavíkurbæ fyrir að standa vel að uppbyggingu íþróttamannvirkja eins og Hópið bæri vitni um, að hlúa vel að íþróttaiðkun barna og unglinga væri besta forvörn sem völ væri á.

Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ, flutti einnig ávarp og óskaði Grindavíkingum innilega til hamingju með þetta glæsilega hús. Þá afhenti hann knattspyrnudeild UMFG bolta að gjöf fyrir eldri iðkendur
og tók Þorsteinn Gunnarsson, formaður deildarinnar, við þeim. Þá blessaði séra Sigfús B. Ingvason húsið.

Við setninguna var sýnt fram á notagildi hússins. Þar voru krakkar í fótbolta, eldri borgarar sýndu leikfimi, Golfklúbbur Grindavíkur bauð kylfingum upp á taka æfingahögg með því að slá bolta í net og
stangveiðimenn æfðu fluguköst af miklum móð.


Deildu ţessari frétt

A?RAR S??UR


Nýjustu fréttir

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íţróttaafreka 2021

  • Íţróttafréttir
  • 11. janúar 2021

Körfuboltaskóli UMFG 2020 ađ hefjast

  • Íţróttafréttir
  • 23. júní 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020

Körfuboltaćfingar hefjast aftur mánudaginn 4.maí

  • Íţróttafréttir
  • 28. apríl 2020

Ćfingar óbreyttar um helgina

  • Íţróttafréttir
  • 13. mars 2020

Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

  • Íţróttafréttir
  • 9. mars 2020

Jón Júlíus ráđinn framkvćmdastjóri UMFG

  • Íţróttafréttir
  • 21. febrúar 2020

Herrakvöld í Gjánni í kvöld

  • Íţróttafréttir
  • 21. febrúar 2020

Framhalds ađalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur

  • Íţróttafréttir
  • 19. febrúar 2020