Tjaldsvćđi

  • 16. mars 09

Sumarið 2009 var nýtt og glæsilegt tjaldsvæði tekið í notkun í Grindavík. Þá var nýtt 200 fermetra þjónustuhús tekið í notkun í maí 2011. Um er að ræða 13.500 fm svæði sem staðsett er við Austurveg 26. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Afgirt svæði og sérhannað Fullkomin aðstaða til seyrulosunar. Malbikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins. Tvö leiksvæði fyrir börn með rólum, 2 köstulunum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjónustuhúsinu er aðstaða til að elda, sturtur, þvottahús og aðgangur að interneti.

Aðkoma: Þegar keyrt er inn í bæinn er ekið í gegnum hringtorg og svo beint áfram eftir Víkurbrautinni. Beygt til vinstri við Ránargötu og svo til vinstri inn Austurveg (við kirkjuna).

Aldurstakmark á tjaldsvæðinu fyrir þá sem ferðast einir er 18 ár (20 ár á Sjóaranum síkáta)

Opið: Frá 15. maí til 30. nóv.

Tjaldsvæði - gjaldskrá sumarsins 2017:

Gistinótt pr einstakling kr. 1.389
Gistináttagjald pr. gistieining kr. 333
Útilegukortið gildir á tjaldsvæðið en þó ekki á Sjóaranum síkáta
Fjórða hver nótt frí
Yngri en 14 ára frítt
Rafmagn á sólarhring kr. 1.020
Þvottavél kr. 510
Þurrkari kr. 510
Útleiga á þjónustuhúsi Hálfur dagur 15.610
Heill dagur 26.010

Sími umsjónarmanns á tjaldsvæði er 660 7323. Einnig eru veittar upplýsingar í síma.
Netfang: camping@grindavik.is 

Uppákomur: Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti, sjómannadagshelgina 9.-11. júní. Fjölskylduhátíð með glæsilegri dagskrá, Jónsmessuganga, listsýningar, náttúruvika, gönguhátíð, Þórkötlustaðaréttir o.fl. Sjá www.sjoarinnsikati.is

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR