Ţjónusta

 • 16. mars 2009
Ţjónusta

Grindavík er rúmlega 3100 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins enda Bláa Lónið í anddyri bæjarins. Grindavík er fjölskylduvænn bær og einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu en glænýtt tjaldsvæði, eitt það glæsilegasta á landinu.

Grindavík er landmikið bæjarfélag. Þar er náttúrufegurð mikil með perlur eins og Eldvörp, Selatanga, Gunnuhver, Brimketil, ufið hraunið, Reykjanesvita og ýmislegt fleira. Hér er stutt í margrómaðar gönguferðir. Fuglalíf er mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá. Hér er fjórhjólaleiga, eldfjallaferðir, hestaleiga, hellaferðir, silungsveiði, skoðunarferðir, góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn, rómaðir veitingastaðir, Kvikan og öll nauðsynleg þjónusta og þá er vinsælt hjá ferðamönnum að skoða kraftmikið atvinnulífið á bryggjunni.

Skólastarf í Grindavík er til mikillar fyrirmyndar, bæði innra starf og aðstaða sem hvergi gerist betri. Hér er Hópsskóli fyrir 1.-3. bekk sem var opnaður 2010 og svo Grunnskólinn fyrir 4.-10. bekk. Hér eru tveir nýlegir leikskólar. Grindavík státar af kraftmiklu íþróttastarfi allt frá yngri iðkendum og upp í þá eldri en knattspyrnu- og körfuknattleiksfólk ásamt júdó hefur borið hróður bæjarfélagsins víða. Mannlíf í bænum er fjölskrúðugt og öflugt, bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti er okkar stolt, hér líður okkur vel.

Þjónustuver Grindavíkurbæjar er staðsett á skrifstofum bæjarins, Víkurbraut 62, 2. hæð.
Opnunartími mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 9:30 - 15:00.
Þriðjudaga og fimmtudaga er opið frá kl. 08:00 - 15:00 
Sími 420 11.00. Fax 420 1111.
Netfang: grindavik@grindavik.is

Þjónustufulltrúi Grindavíkurbæjar: 
Kristín Kristinsdóttir stina@grindavik.is  

 


 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

 • Fréttir
 • 18. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

 • Fréttir
 • 17. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

 • Fréttir
 • 14. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 11. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

 • Fréttir
 • 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

 • Fréttir
 • 10. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

 • Fréttir
 • 9. janúar 2019