Viđurkenningar veittar á skólaslitum í 1-.9.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 5. júní 2020

Í morgun fóru fram skólaslit í 1.-9.bekk og venju samkvæmt voru veittar fjölmargar viðurkenningar. Skólaslitin fóru fram með öðrum hætti en vanalega vegna samkomutakmarkana. Yngsta stigið var saman á sal í Hópsskóla en á öðrum stigum var hver bekkur í sinni heimastofu með umsjónarkennara.

Í 2.bekk fengu þau Matthildur Yrsa og Guðmundur Kári viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað í starfinu fyrir veturinn. Í viðurkenningarskyni fékk Matthildur Yrsa bókina Hjartað mitt skoppar og skellihlær eftir Rose Lagercrantz og Evu Eriksson. Guðmundur Kári fékk bókina Græna geimveran eftir Hjalta Halldórsson.

Í 3.bekk fengu þau Viktor, Sigríður Emilía og Anna Margrét viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað á skólaárinu. Þau hlutu að launum bókina Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.


Hér má sjá þau Viktor, Matthildi Yrsu, Guðmund Kára og Önnu Margréti ásamt Guðbjörgu M. Sveinsdóttur skólastjóra og Guðlaugu Erlendsdóttur aðstoðarskólastjóra. Á myndina vantar Sigríði Emilíu úr 3.bekk.

Hreiðar Leó og Zofia í 4.Á og Lára Kristín í 4.S fengu viðurkenningu fyrir að hafa sýnt mikla hjálpsemi, jákvæðni og dugnað í starfinu yfir veturinn. Fengu þau að gjöf bókina Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams.


Hreiðar Leó og Zofia ásamt Ásrúnu Kristinsdóttur umsjónarkennara og Guðlaugu aðstoðarskólastjóra.


Lára Kristín í 4.SJ ásamt Smára Jökli Jónssyni umsjónarkennara og Guðlaugu.


Ragnar í 5.S fékk viðurkenningu fyrir jákvæðni hjálpsemi og dugnað og fékk að lanum bókina Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams.


Kalka Sorpeyðingarstöð gefur á hverju ári viðurkenningu til nemanda í 5.bekk sem hefur sýnt mikinn áhuga á náttúrunni, umhverfinu og umhverfismálum. Þessi verðlaun í ár hlaup Stefán Ísak Hjaltason í 5.S. Í viðurkenningu fékk hann bókina Húsið okkar brennur, baráttusaga Gretu og fjölskyldu eftir Gretu Thunberg. Á myndinni er Stefán Ísak ásamt Svövu Agnarsdóttur umsjónarkennara 5.S og Guðlaugu aðstoðarskólastjóra.


Á hverju ári er veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í tæknimennt og í ár hlaut Rakel Rós Unnarsdóttir þau verðlaun. Í viðurkenningu fékk Rakel Rós skjöld með nafninu sínu í boði Lionsfélagsins í Grindavík. Hér er Rakel ásamt Grétu Dögg Hjálmarsdóttur umsjónarkennara og Guðlaugu.

Kvenfélag Grindavíkur hefur í mörg ár veitt viðurkenningu til nemenda á miðstigi sem standa sig vel í textílmennt. Í ár hlutu tveir nemendur verðlaunin, þeir Jón Steinar Richardsson í 6.GD og Eysteinn Rúnarsson í 6.G.

Eysteinn tekur við verðlaunum sínum.


Jón Steinar með sín verðlaun.


Guðfinna Rut í 6.R fékk verðlaun fyrir jákvæðni, dugnað og hjálpsemi í skólastarfinu. Fékk hún að launum bókina Amma Glæpon eftir David Walliams. Á myndinni tekur hún við verðlaununum frá Guðlaugu og Rósu Ragnarsdóttur umsjónarkennara.


Svanhildur Röfn í 7.L hlaut verðlaun fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað á skólaárinu. Í viðurkenningarskyni fékk hún bókina Endalokin útverðirnir eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell. Á myndinni er hún með Lárusi Guðmundssyni umsjónarkennara.


Þau Arnór Tristan og Elísabet í 8.D fengu viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað. Fengu þau afhenta bókina Endalokin útverðirnir eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell. Á myndinni taka þau við verðlaunum sínum frá Guðlaugu og Dagnýju Baldursdóttur.


Sigurbjörn í 8.R fékk viðurkenningu fyrir kurteisi, dugnað, jákvæðni og góða framkomu. Hann fékk í verðlaun bókina Endalokin útverðirnir eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell. Umsjónarkennari hans Rakel Pálmadóttur.



Arna Rún í 9.E fékk viðurkenningu fyrir tillitsemi, umhyggjusemi, vinnusemi og dugnað. Hér er hún ásamt Evu Sigurðardóttur umsjónarkennara og Guðlaugu sem afhenti verðlaunin. Hún fékk í verðlaun bókina Endalokin útverðirnir eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell.



Þær Elísabet, Mekkín, Bríet, Tinna og Enika í 9.V fengu verðlaun fyrir samfélagsfræðiverkefnið Fyrirmyndarsamfélagið sem var í umsjón Páls Erlingssonar. Fengu þau að launum góðgæti frá Góu og Nóa Siríus og pizzaveislu á Papas.


Stuttmyndagerð er árlegt verkefni hjá elsta stiginu og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þriðju verðlaun í keppninni í ár fengu þau Leonard, Hjörtur, Sigfús, Ernir, Jón Emil og Kolbrún fyrir myndina The boy in the striped pyjamas en þau eru nemendur í 9.E. Í viðurkenningu fengu þau góðgæti frá Nóa Siríus og Góu.


Í öðru sæti varð myndin Lof mér að falla sem var unnin af nemendum í 8. og 10.bekk. Þetta voru þau Eva María í 8.D, Arna Lind í 8.R og þær Savia og Júlía Rós í 10.bekk. Verðlaunin voru afhent á útskrift 10.bekkjar.

Fyrstu verðlaun í stuttmyndakeppninni hlaut myndin Mamma Mia sem nemendur í 10.bekk unnu. Það voru þau Sigríður Emma, Unnur, Sigurbjörg, Birta, Rebekka Rut, og Jón Emil. Þau fengu að launum góðgæti frá Nóa Siríus og Góu og pizzuveislu frá Papas.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

  • Grunnskólafréttir
  • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

  • Grunnskólafréttir
  • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021