Sjóarinn síkáti

Sjóarinn Síkáti 2019

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Hátíðin verður dagana 31. maí - 2. júní 2019 og lýkur á Sjómannadeginum 2. júní með hátíðarhöldum í tilefni dagsins. 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa. Sjóarinn síkáti er fjölskylduhátíði þar sem ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds. Upplýsingar um viðburði á hátíðinni er að finna hér á heimasíðunni og eru þeir sem vilja
vera með viðburð á hátíðinni hvattir til þess að láta okkur vita á sjoarinnsikati@grindavik.is

Föstudagurinn einkennist af hátíðarhöldum og þátttöku heimamanna. Íbúar skreyta götur og hús í litum hverfa og klæða sig í samræmi við lit síns hverfis. Farin er Litaskrúðganga sem markar upphaf hátíðarhaldanna niður að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Íbúar og gestir safnast saman á hátíðarsvæðinu og taka þátt í fjöldasöng. Kvöldið endar á Bryggjuballi á hátíðarsvæðinu.  

Á laugardeginum er boðið uppá fjölbreytta barnadagskrá, hægt er að fara í skemmtisiglingu, fjöldi leiktækja eru í boði fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Tónleikar og viðburðir eru á veitingastöðum bæjarins og á hátíðarsviðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri sem þeir Gunni og Felix sjá um að kynna.

Sunnudagurinn einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarðanum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og eftir athöfn þar hefst fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki, andlitsmálning, fiskabúr með nytjafiskum og furðufiskum verða við höfnina. Eldri borgarar í Víðihlíð halda daginn hátíðlegan og fá til sín góða gesti. 

Dagskráin er fjölbreytt og þegar nær dregur verður tímasett dagskrá aðgengileg hér á síðunni.

Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Líkt og undanfarin ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi. Björgunarsveitin Þorbjörn kemur að skipulagningu og gæslu. 

Sjóarinn síkáti:  sjoarinnsikati@grindavik.is  • www.sjoarinnsikati.is
Umsjón:  Grindavíkurbær í samstarfi við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.
Framkvæmd: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Sími 420 1100, eggert@grindavik.is 

Hverfaskipting: 
Appelsínugula hverfið (bátar) • Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á eggert@grindavik.is
Blá hverfið (krabbar) • Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á eggert@grindavik.is
Græna hverfið (skeljar) • Liðsstjóri: Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á eggert@grindavik.is
Rauða hverfið (fiskar) • Liðsstjóri: Auglýst er eftir öflugum liðsstjóra! Sendið umsóknir á eggert@grindavik.is

Dagskrá:

Dagskrá Sjóarans síkáta 2019

Dagskrá Sjóarans síkáta á pólsku -SJÓARANS SÍKÁTA PLAN IMPREZ NA DNI MARYNARZA W GRINDAVIKU 2019 

Dagskrá Sjóarans síkáta á ensku - THE HAPPY SAILOR FESTIVAL PROGRAM 2019

 

Hátíðarsvæði: Er við Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur, við Hafnargötu og Seljabót. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Kvikunni. Sjá www.grindavik.is/kvikan 

Sölustarfsemi á hátíðarsvæðinu er bönnuð nema með leyfi mótshaldara. Beiðnir um slíkt skal senda á sjoarinnsikati@grindavik.is

Ferðaþjónusta: Mjög fjölbreytt ferðaþjónusta er í Grindavík. Fáðu allar upplýsingar á www.visitgrindavik.is

Hundabann:  Bannað er að vera með hunda á hátíðarsvæðinu á Sjóaranum síkáta, frá kl. 20:00 á föstudagskvöldinu og frá kl. 13:00 - 17:00, laugardag og sunnudag.

 

 

AĐRAR SÍKÁTAR FRÉTTIR

Mynd fyrir Handverksmarkađur í Kvennó

Handverksmarkađur í Kvennó

 • Sjóarinn síkáti
 • 20. maí 2019

Fyrirhugað er að vera með handverksmarkað í Kvennó meðan Sjóarinn síkáti stendur yfir. Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás eru beðnir um að senda póst á heimasidan@grindavik.is

Nánar
Mynd fyrir Dni marynarza Grindavik 31 maj- 2 czerwca

Dni marynarza Grindavik 31 maj- 2 czerwca

 • Sjóarinn síkáti
 • 20. maí 2019

Festiwal Marynarza i rodziny Sjóarinn síkáti w Grindaviku stał sie jednym z najbardziej rozrywkowych i zróżnicowanych miejskich festiwali w kraju i odbędzie sie w dniach 31 maja- 2 czerwca 2019, na cześć islandzkich marynarzy i ich rodzin. Festiwal rozwija się z roku na rok , a przez cały weekend towarzyszy nam ...

Nánar
Mynd fyrir The Happy Sailor - Festival Program 2019

The Happy Sailor - Festival Program 2019

 • Sjóarinn síkáti
 • 20. maí 2019

The Happy Fisherman (Sjóarinn síkáti) is Grindavík’s local celebration for fishermen and their families and has become established as one of the most varied and enjoyable town festivals held during Iceland’s Seamen’s Day weekend. This year it covers the weekend 31 May – 2 June 2019. It is an opportunity for everyone to enjoy themselves and ...

Nánar
Mynd fyrir Dagskrá Sjóarans síkáta 31. maí - 2. júní 2019

Dagskrá Sjóarans síkáta 31. maí - 2. júní 2019

 • Sjóarinn síkáti
 • 17. maí 2019

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 31. maí - 2. júní 2019 , til heiðurs íslenska sjómanninum og ...

Nánar
Mynd fyrir Stendur ţú fyrir viđburđi á Sjóaranum síkáta?

Stendur ţú fyrir viđburđi á Sjóaranum síkáta?

 • Sjóarinn síkáti
 • 26. mars 2019

Í ár, líkt og undanfarin ár, fer bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti fram í Grindavík fyrstu helgina í júní. Hátíðin hefst föstudaginn 31. maí með veglegri dagskrá á hátíðarsvæðinu fyrir neðan Kvikuna og ...

Nánar
Mynd fyrir Dregiđ í söguratleiknum

Dregiđ í söguratleiknum

 • Sjóarinn síkáti
 • 29. júní 2018

Söguratleikur Sjóarans síkáta hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ómissandi partur af hátíðinni okkar, en leikurinn stóð fram á Jónsmessu. Samkvæmt kúnstarinnar reglum á að draga í leiknum í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa ...

Nánar
Mynd fyrir Rýnifundur Sjóarans síkáta á fimmtudaginn kl. 12:00

Rýnifundur Sjóarans síkáta á fimmtudaginn kl. 12:00

 • Sjóarinn síkáti
 • 25. júní 2018

Hinn árlegi rýni- og uppgjörsfundur Sjóarans síkáta verður haldinn fimmtudaginn 28. júní, kl. 12:00 á bæjarskrifstofunum. Þar verður farið yfir framkvæmd hátíðarinnar, það sem vel gekk og það sem þarf að bæta. Fundurinn er opinn öllum ...

Nánar
Mynd fyrir Kveđja og ţakkir frá Sjóaranum síkáta

Kveđja og ţakkir frá Sjóaranum síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 22. júní 2018

Kæru Grindvíkingar og aðrir sem heimsóttu hátíðina Sjóarann síkáta fyrstu helgina í júní!

Hátíðin í ár var vel sótt og heimamenn lögðust allir á eitt við að gera hátíðina sem glæsilegasta. Hátíð ...

Nánar
Mynd fyrir Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur fram ađ Jónsmessu

Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur fram ađ Jónsmessu

 • Sjóarinn síkáti
 • 15. júní 2018

Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Ratleikurinn er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem Leitað er að  spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á ...

Nánar
Mynd fyrir Góđar gjafir frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu til björgunarsveitarinnar

Góđar gjafir frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu til björgunarsveitarinnar

 • Sjóarinn síkáti
 • 8. júní 2018

Sú hefð hefur skapast á sjómannadaginn að Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hefur fært björgunarsveitinni Þorbirni góðar gjafir sem nýtast sveitinni vonandi vel til björgunarstarfa. Í ár var engin undantekning á þessu og fékk sveitin Titanium ...

Nánar
Mynd fyrir Tókst ţú myndir á Sjóaranum síkáta?

Tókst ţú myndir á Sjóaranum síkáta?

 • Sjóarinn síkáti
 • 8. júní 2018

Á Sjóaranum síkáta voru teknar margar ljósmyndir, en okkur vantar enn fleiri! Við auglýsum hér með formlega eftir myndum sem teknar voru á tónleikunum á laugardaginn. Við höfum áhuga á að skoða allar myndir, svo lengi sem þær eru í sæmilegum gæðum, ...

Nánar
Mynd fyrir Úrslitin frá Íslandsmeistaramótinu í ísbađi 2018 - Lea Marie Galgana Íslandsmeistari

Úrslitin frá Íslandsmeistaramótinu í ísbađi 2018 - Lea Marie Galgana Íslandsmeistari

 • Sjóarinn síkáti
 • 6. júní 2018

Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2018 var haldið hér í Grindavík í aðdraganda Sjóarans síkáta, fimmtudaginn 31. maí. Sjö keppendur voru skráðir til leiks að þessu sinni, og fóru tveir þeirra yfir 40 mínútur í 0° köldu ...

Nánar
Mynd fyrir Fjölskylduratleikurinn framlengdur til föstudags

Fjölskylduratleikurinn framlengdur til föstudags

 • Sjóarinn síkáti
 • 5. júní 2018

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrestinn í "selfie" ratleik Sjóarans síkáta til föstudagsins 8. júní. Leikurinn er einfaldur en hann gengur þannig fyrir sig að við birtum hér myndir af fjórum nokkuð auðþekktum stöðum í ...

Nánar
Mynd fyrir Fimm sjómenn heiđrađir á sjómannadaginn 2018

Fimm sjómenn heiđrađir á sjómannadaginn 2018

 • Sjóarinn síkáti
 • 5. júní 2018

Á Sjómanndaginn þann 3. júní sl voru heiðraðir fimm sjómenn frá Grindavík. Hátíðleg athöfn fór fram í Grindavíkurkirkju í sjómannamessu dagsins. Prestur Grindvíkinga, séra Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir ...

Nánar
Mynd fyrir Dagskrá Sjómannadagsins í Grindavík 2018

Dagskrá Sjómannadagsins í Grindavík 2018

 • Sjóarinn síkáti
 • 3. júní 2018

Þá er sjómannadagurinn 2018 í garð genginn og óskum við sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Hátíðarhöldin á Sjóaranum síkáta ná hápunkti í dag og verður meira en nóg um að vera eins og sjá má hér ...

Nánar
Mynd fyrir Trođfull dagskrá Sjóarans síkáta í dag

Trođfull dagskrá Sjóarans síkáta í dag

 • Sjóarinn síkáti
 • 2. júní 2018

Framundan er smekkfullur dagur af glæsilegri dagskrá á Sjóaranum síkáta og mætti segja að öllu verði tjaldað til í dag og langt fram á nótt. Dagskráin við hátíðarsviðið hefst kl. 14:00 og í kvöld kl. 20:00 verða stórtónleikar sviðinu ...

Nánar
Mynd fyrir Engin skemmtisigling í ár

Engin skemmtisigling í ár

 • Sjóarinn síkáti
 • 2. júní 2018

Það hryggir okkur að tilkynna að skemmtisiglingin, sem fari átti frá Eyjabakka kl. 12:00 í dag, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Vonandi getum við boðið upp á enn glæsilegri siglingu að ári í góðri samvinnu við útgerðarfyrirtæki ...

Nánar
Mynd fyrir Íslandsmótiđ í kasínu á Salthúsinu á morgun kl. 13

Íslandsmótiđ í kasínu á Salthúsinu á morgun kl. 13

 • Sjóarinn síkáti
 • 1. júní 2018

Íslandsmeistaramótið í kasínu verður haldið á Sjóaranum síkáta annað árið í röð, og fer mótið fram á morgun, laugardag, kl. 13:00. Líkt og í fyrra verður keppt á Salthúsinu þar sem Láki tekur vel á móti keppendum af ...

Nánar
Mynd fyrir Litaskrúđganga, brekkusöngur og fleira á dagskrá Sjóarans í dag

Litaskrúđganga, brekkusöngur og fleira á dagskrá Sjóarans í dag

 • Sjóarinn síkáti
 • 1. júní 2018

Dagskrá Sjóarans síkata hefst af fullum krafti í dag og eflaust margir sem bíða spenntir eftir litaskrúðgöngunni og dagskránni á hátíðarsvæðinu í kvöld. Það er nóg um að vera í bænum í allan dag og langt fram á kvöld. Eftir ...

Nánar
Mynd fyrir Töframađurinn Daníel Örn Sigurđsson bćtist í hóp skemmtikrafta á Sjóaranum

Töframađurinn Daníel Örn Sigurđsson bćtist í hóp skemmtikrafta á Sjóaranum

 • Sjóarinn síkáti
 • 1. júní 2018

Grindvíski töframaðurinn Daníel Örn Sigurðsson verður með ógleymanlegt atriði á hátíðarsviðinu á Sjóaranum síkáta á laugardag. Dagskráin á laugardaginn hefst klukkan 14:00 og verður Daníel Örn fyrstur á sviðið. Á sunnudag ...

Nánar
Mynd fyrir Fjölskylduratleikurinn međ breyttu sniđi í ár - nú á Instagram og hurđalaus!

Fjölskylduratleikurinn međ breyttu sniđi í ár - nú á Instagram og hurđalaus!

 • Sjóarinn síkáti
 • 31. maí 2018

Ekki verður í boði að leita að hurðum og þekkja á Sjóaranum síkáta þetta árið en í staðinn verður boðið upp á nýjan og örlítið öðruvísi ratleik. Í stað þess að leita að hurðum um allan bæ ætlum við ...

Nánar
Mynd fyrir Söguratleikur Sjóarans síkáta kominn upp

Söguratleikur Sjóarans síkáta kominn upp

 • Sjóarinn síkáti
 • 31. maí 2018

Söguratleikur Sjóarans síkáta 2018 er kominn upp og geta söguþyrstir Grindvíkingar sem og aðrir gestir nú skundað af stað og leitað uppi vísbendingar hér í kringum Grindavík. Ratleikurinn er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans ...

Nánar
Mynd fyrir Ísbađ, körfuboltamót og margt fleira á Sjóaranum síkáta í dag

Ísbađ, körfuboltamót og margt fleira á Sjóaranum síkáta í dag

 • Sjóarinn síkáti
 • 31. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta er að sækja í sig veðrið þessa dagana og er hún raunar nokkuð þétt skipuð í dag og nóg um að vera. Klukkan 17:00 eru þrír stórir viðburður og í kvöld eru bæði tónleikar og uppistand á dagskrá. ...

Nánar
Mynd fyrir Litabćjarstjórinn hefur tekiđ til starfa

Litabćjarstjórinn hefur tekiđ til starfa

 • Sjóarinn síkáti
 • 30. maí 2018

Þar sem lítið hefur heyrst frá hverfunum í tengslum við skreytingar nú í aðdraganda Sjóarans síkáta var ákveðið að ráða litabæjarstjóra til starfa tímabundið. Litabæjarstjórinn tók formlega við embættinu í dag, en það ...

Nánar
Mynd fyrir Íslandsmeistaramót í ísbađi í sundlaug Grindavíkur 31. maí

Íslandsmeistaramót í ísbađi í sundlaug Grindavíkur 31. maí

 • Sjóarinn síkáti
 • 29. maí 2018

Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2018 verður haldið fimmtudaginn 31. maí í Sundlauginni í Grindavík. Hefst keppnin kl 17.30. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin. Sú fyrsta fór fram á Sauðárkróki, önnur í fyrra á ...

Nánar
Mynd fyrir Forsala á Sjóaraball körfunnar miđvikudag og fimmtudag

Forsala á Sjóaraball körfunnar miđvikudag og fimmtudag

 • Sjóarinn síkáti
 • 28. maí 2018

Hinn árlegi stórdansleikur körfuknattleiksdeildar UMFG verður á sínum stað á laugardeginum um Sjómannadagshelgina. Fram kom Stuðlabandið, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Big Baby. Miðaverð er 2.500 kr í forsölu og opnar húsið kl. 23:30. Forsala aðgöngumiða verður ...

Nánar
Mynd fyrir Opinn fundur vegna Sjóarans síkáta 2018 mánudag kl. 17:00 í Kvikunni

Opinn fundur vegna Sjóarans síkáta 2018 mánudag kl. 17:00 í Kvikunni

 • Sjóarinn síkáti
 • 23. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta er tilbúin og á mánudag, 28. maí kl. 17:00 er boðað til fundar í Kvikunni þar sem farið verður yfir dagskrána og fyrirspurnum svarað ...

Nánar
Mynd fyrir Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

 • Sjóarinn síkáti
 • 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta 2018 er nú aðgengileg hér á vefsíðunni en henni verður einnig dreift í hús á næstu dögum. Sjóarinn síkáti er bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem byggst hefur upp í kringum glæsilega ...

Nánar
Mynd fyrir Framlengdur skilafrestur á efni í dagskrá Sjóarans síkáta

Framlengdur skilafrestur á efni í dagskrá Sjóarans síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. maí 2018

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta er á fullu skriði. Hátíðin er haldin hátíðleg dagana 1.-3. júní. Að venju hefjast einhverjir viðburðir fyrr en aðaldagskráin verður þessa helgi. Þeir sem standa fyrir viðburðum og vilja koma þeim inn í ...

Nánar
Mynd fyrir Skilafrestur á efni í dagskrá Sjóarans síkáta er 9. maí

Skilafrestur á efni í dagskrá Sjóarans síkáta er 9. maí

 • Sjóarinn síkáti
 • 30. apríl 2018

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta er á fullu skriði. Hátíðin er haldin hátíðleg dagana 1.-3. júní. Að venju hefjast einhverjir viðburðir fyrr en aðaldagskráin verður þessa helgi. Þeir sem standa fyrir viðburðum og vilja koma þeim inn í ...

Nánar
Mynd fyrir Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag

Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag

 • Sjóarinn síkáti
 • 16. janúar 2018

Undirbúningur er hafinn fyrir Sjóarann síkáta 2018 en áður en lengra er haldið þykir rétt að boða til íbúafundar, kynna hugmyndir um breytingar og auglýsa eftir hugmyndum frá áhugasömum íbúum. Sjóarinn síkáti verður helgina 1.-3. júní og ...

Nánar
Mynd fyrir Íbúafundur um Sjóarann síkáta 16. janúar

Íbúafundur um Sjóarann síkáta 16. janúar

 • Sjóarinn síkáti
 • 10. janúar 2018

Undirbúningur er hafinn fyrir Sjóarann síkáta 2018 en áður en lengra er haldið þykir rétt að boða til íbúafundar, kynna hugmyndir um breytingar og auglýsa eftir hugmyndum frá áhugasömum íbúum. Sjóarinn síkáti verður helgina 1.-3. júní og ...

Nánar
Mynd fyrir Dregiđ í söguratleiknum

Dregiđ í söguratleiknum

 • Sjóarinn síkáti
 • 3. júlí 2017

Hinn sívinsæli söguratleikur Sjóarans síkáta stóð að vanda fram að Jónsmessu en dregið var í leiknum í síðustu viku. Eftirfarandi nöfn komu upp úr pottinum:

1. vinningur - fjölskylduárskort í Bláa lónið: Helgi ...

Nánar
Mynd fyrir Sjóarinn síkáti - síkát bćjarhátíđ

Sjóarinn síkáti - síkát bćjarhátíđ

 • Sjóarinn síkáti
 • 30. júní 2017

Sjóarinn síkáti, bæjarhátíð okkar Grindvíkinga fór fram helgina 9.-11. júní og má með sanni segja að hátíðin hafi verið glæsileg. Við undirbúning hátíðar eins og þessarar er ánægjulegt að sjá hvernig ...

Nánar
Mynd fyrir Hafţór Júlíus sterkasti mađur á Íslandi enn eitt áriđ

Hafţór Júlíus sterkasti mađur á Íslandi enn eitt áriđ

 • Sjóarinn síkáti
 • 23. júní 2017

Sjöunda árið í röð tryggði kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, sér titilinn "Sterkasti maður á Ísland" á mótinu "The Viking Challenge" á Sjóaranum síkáta. Hafþór tryggði sér titilinn fyrst ...

Nánar
Mynd fyrir Íslandsmet í ísbađi á Sjóaranum síkáta

Íslandsmet í ísbađi á Sjóaranum síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 21. júní 2017

Grindvíkingar eignuðust um sjómannadagshelgina tvo Íslandsmethafa í ísbaði þegar þeir Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis bættu gamla metið um rúmar 12 mínútur. Eru þeir félagar því óumdeildir Íslandsmeistarar í ísbaði en ...

Nánar
Mynd fyrir Vel heppnađ unglingahjólreiđamót á Sjóaranum síkáta

Vel heppnađ unglingahjólreiđamót á Sjóaranum síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 21. júní 2017

Hjólreiðadeild UMFG í samvinnu við Grindavíkurbæ stóð fyrir vel heppnuðu hjólreiðamóti, svokallaðri criterium keppni, á sunnudagsmorgni Sjóarans síkáta. Hjólaður var stuttur hringur á lokaðri braut og keppt í fjórum aldursflokkum. Tæplega 30 keppendur ...

Nánar
Mynd fyrir Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur fram ađ Jónsmessu

Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur fram ađ Jónsmessu

 • Sjóarinn síkáti
 • 20. júní 2017

Söguratleikur Sjóarans síkáta er enn í fullu fjöri og stendur út föstudaginn 23. júní. Ratleikurinn í ár er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá. ...

Nánar
Mynd fyrir Sjómannadagsráđ heiđrađi fimm sjómenn á sjómannadaginn

Sjómannadagsráđ heiđrađi fimm sjómenn á sjómannadaginn

 • Sjóarinn síkáti
 • 15. júní 2017

Fimm sjómenn voru í ár sæmdir heiðursmerki Sjómanna- og vélstjórafélagsins við hátíðlega athöfn sunnudaginn 11. júní, en allt frá árinu 1970 hefur Sjómannadagsráð Grindavíkur viðhaft þann sið að heiðra nokkra aldraða ...

Nánar
Mynd fyrir Dregiđ í húsaleiknum 2017

Dregiđ í húsaleiknum 2017

 • Sjóarinn síkáti
 • 14. júní 2017

Húsaleikratleikurinn góði, „Hver býr hér?" nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda á Sjóaranum síkáta en rúmlega 230 lausnir bárust í ár. Um er að ræða léttan og skemmtilegan fjölskylduleik sem sannarlega hefur fest sig hefur í sessi sem hluti af ...

Nánar
Mynd fyrir Appelsínugulir körfuboltameistarar Sjóarans síkáta annađ áriđ í röđ

Appelsínugulir körfuboltameistarar Sjóarans síkáta annađ áriđ í röđ

 • Sjóarinn síkáti
 • 13. júní 2017

Appelsínugulir unnu körfuboltamót Sjóarans síkáta í ár eftir úrslitaleik við Græna. Leikurinn endaði 15-9 eftir að grænir höfðu verið yfir í hálfleik, 8-4. Grænir hittu mjög vel framan af leik og spiluðu harða götukörfuboltavörn sem kom ...

Nánar
Mynd fyrir Sigurbjörn Dagbjartsson Íslandsmeistari í kasínu

Sigurbjörn Dagbjartsson Íslandsmeistari í kasínu

 • Sjóarinn síkáti
 • 12. júní 2017

Íslandsmótið í kasínu 2017 fór fram í Grindavík laugardaginn 10. júní, en mótið var einn af stærri viðburðum Sjóarans síkáta í ár. Mótið var spilað á Salthúsinu hjá Láka og mættu keppendur hvaðanæva að af ...

Nánar
Mynd fyrir Dagskrá Sjóarans síkáta sunnudaginn 11. júní

Dagskrá Sjóarans síkáta sunnudaginn 11. júní

 • Sjóarinn síkáti
 • 11. júní 2017

Þá er komið að lokadegi Sjóarans síkáta, sjálfum sjómannadeginum! Það er nóg um að vera í dag eins og undanfarna daga. Dagskráin byrjar á bryggjunni kl. 13:00 með aflraunum, en hátíðardagskrá Sjómanna- og vélstjórafélagsins byrjar kl. ...

Nánar
Mynd fyrir Dagskrá Sjóarans síkáta laugardaginn 10. júní

Dagskrá Sjóarans síkáta laugardaginn 10. júní

 • Sjóarinn síkáti
 • 10. júní 2017

Dagskrá Sjóarans síkáta er þéttskipuð og skemmtileg í dag. Kvikan opnar strax kl. 10:00 en þar eru bæði sýningar í gangi og kynning kl. 11:00. Töfraskóli Einars Mikaels verður í grunnskólanum kl. 11:00, dagskráin við hátíðarsviðið hefst kl. ...

Nánar
Mynd fyrir Bókin Fiskveiđar kynnt í Kvikunni á morgun, laugardag

Bókin Fiskveiđar kynnt í Kvikunni á morgun, laugardag

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Bókin Fiskveiðar - fjölbreyttar áskoranir er nú að koma út á íslensku. Hún fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð ...

Nánar
Mynd fyrir Ný, betri og stćrri Ellubúđ hjá slysavarnadeildinni Ţórkötlu

Ný, betri og stćrri Ellubúđ hjá slysavarnadeildinni Ţórkötlu

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Árið 2014 fékk slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík góða gjöf frá Elínu Pálfríði Alexandersdóttur, sem er ein af stofnfélögum deildarinnar og núverandi heiðursfélagi hennar. Gjöfin fólst í 20 feta gámi sem var útbúinn ...

Nánar
Mynd fyrir Sjóarinn síkáti er á Snapchat!

Sjóarinn síkáti er á Snapchat!

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Sjóarinn síkáti er líkt og í fyrra mættur á Snapchat. Við höfum fengið til liðs við okkur sannkallað landslið Snappara sem hafa farið á kostum á Snappinu undanfarin sólarhring og framundan er álíka mikil snilld ef ekki meiri! Bætið Sjóaranum ...

Nánar
Mynd fyrir Appelsínugula hverfiđ setur markiđ hátt fyrir hin hverfin

Appelsínugula hverfiđ setur markiđ hátt fyrir hin hverfin

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Appelsínugula hverfið varpaði í gær sprengju í keppninni um besta lag hverfanna á Sjóaranum síkáta í ár þegar þau gáfu út tónlistarmyndband! Það er stórleikstjórinn Hanna Sigurðardóttir sem vann myndbandið í samvinnu við Teresu Bagnsa ...

Nánar
Mynd fyrir Leikskólarnir skreyttu Víkurbrautina

Leikskólarnir skreyttu Víkurbrautina

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Leikskólarnir hér í Grindavík, Krókur og Laut, láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að skreyta bæinn okkar fyrir Sjóarann síkáta. Skreyting þeirra á grindverkinu á móts við Víkurbraut 62 er fyrir löngu orðin órjúfanlegur partur ...

Nánar
Mynd fyrir Götugrill, litaskrúđganga og bryggjuball í kvöld á Sjóaranum síkáta

Götugrill, litaskrúđganga og bryggjuball í kvöld á Sjóaranum síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 9. júní 2017

Sólin heilsar Grindvíkingum á þessum fallega föstudegi á Sjóaranum síkáta. Litaskreytingar prýða orðið bæinn og mikil eftirvænting með bæjarbúa fyrir kvöldinu. Föstudagurinn er stór dagur á Sjóaranum síkáta og sannkallaður ...

Nánar