Grunnskóli Grindavíkur

Litlu-jólin í Hópsskóla
Litlu-jólin í Hópsskóla

Gleðin skein úr hverju andliti á Litlu-jólunum í Hópsskóla í dag. Hver bekkur byrjaði hátíðina í sinni stofu með því að hlusta á jólasögu sem kennararnir lásu og síðan var pökkum dreift og börnin borðuðu jólanestið sitt. Að lokum mættust bekkirnir á sal og dönsuðu í kringum jólatréð við undirleik þeirra félaga Pálmars og Svans í tríóinu Dubilló. Allir skemmtu sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.