Grunnskóli Grindavíkur

Spilastund á miđstigi
Spilastund á miđstigi

Nemendur í 4., 5. og 6. bekk hittust í dag og spiluðu hin ýmsu spil saman. Nemendur völdu sér það spil sem þau vildu helst spila og blönduðust því bekkirnir saman í heimastofum hvers annars. Kennarar aðstoðuð þannig að allt gengi vel fyrir sig og úr varð skemmtileg stund í jólaamstrinu.

Hægt var að velja um hin ýmsu spil eins og félagsvist, Yatzy, Alias eða einfaldlega að spila með venjulegan spilastokk. Spilastundin heppnaðist vel og verður án efa endurtekin á nýju ári.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir frá því í dag.

Einbeitingin leynir sér ekki hjá þessum sem voru á fullu að byggja kastala úr spilunum.

Þessir voru á fullu í Yatzy

Sigurrós sá um að allt væri reglum samkvæmt í félagsvistinni