Grunnskóli Grindavíkur

Jólaundirbúningur í fullum gangi í grunnskólanum
Jólaundirbúningur í fullum gangi í grunnskólanum

Jólaundirbúningur er í fullum gangi í öllum bekkjum grunnskólans þessa dagana enda ekki nema vika þar til nemendur fá kærkomið jólafrí. Búið er að skreyta skólann hátt og lágt og hafa nemendur lagt sitt að mörkum bæði í heimastofum sem og á göngunum.

Fyrir utan skreytingar hafa nemendur farið í heimsóknir á leikskóla, föndrað jólaföndur og gert ýmislegt fleira í anda jólanna. Í dag tók 8.bekkur sig til og bjó til jólakort sem er ómissandi hluti af undirbúningnum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá jólakortagerðinni.