Grunnskóli Grindavíkur

9. bekkur söng inn jólin á Króki
9. bekkur söng inn jólin á Króki

Í morgun fór 9. bekkur í heimsókn á Heilsuleikskólann Krók og söng þar fyrir yngri börnin. Áralöng hefð er fyrir þessari heimsókn og skemmta bæði yngri og eldri nemendur sér ávallt vel.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og er þetta dæmi um skemmtilega tengingu á milli skólastiga. Að söng loknum var boðið upp á heitt kakó, piparkökur og mandarínur.