Grunnskóli Grindavíkur

Ţetta vilja börnin sjá, sýning í Kvikunni
Ţetta vilja börnin sjá, sýning í Kvikunni

Smiðjukennarar tóku sig saman í gær og fóru með annan bekkinn á farandsýninguna „Þetta vilja börnin sjá". Um er að ræða sýningu á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum er í Kvikunni og er opin frá 10-16 alla virka daga. Einnig skoðuðu börnin Saltfisksýninguna og Guðbergsstofu. Sýningarnar eru alveg frábærar, börnin sáu margt skrýtið og skemmtilegt og voru mjög áhugasöm. Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á Facebook-síðu skólans.