Grunnskóli Grindavíkur

Vel heppnađ námsmaraţon
Vel heppnađ námsmaraţon

Vel heppnað námsmaraþon fór fram hjá nemendum 10. bekkjar síðastliðinn föstudag þar sem nemendur eyddu samtals 18 klukkustundum við lærdóm.

Nemendur unnu verkefni í ensku, íslensku og stærðfræði og stóðu sig með prýði. Þau voru búin að safna áheitum fyrir maraþonið en árgangurinn er að safna í sjóð fyrir skólaferðalag í vor.

Eins og áður segir var samfelldur lærdómur í 18 klukkustundir, frá föstudegi og fram á laugardag. Í kvöldmatarpásunni var körfuboltaleiknum hjá Grindavík varpað upp á skjá og nemendur pöntuðu sér mat yfir leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.