Grunnskóli Grindavíkur

Krakkakosningar 2017
Krakkakosningar 2017

Nemendur í 3. bekk tóku þátt í sínum fyrstu kosningum í morgun en þá fóru fram Krakkakosningar 2017 sem er samstarfsverkefni KrakkaRÚV og umboðsmanns barna við grunnskóla á Íslandi.  Börnin voru áður búin að fá kynningu á framboðum og voru mjög spennt að fá að kjósa þann flokk sem þeim leist best á.  

 

Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 28. október 2017 verða haldnar Alþingiskosningar á Íslandi. KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa því ákveðið að standa fyrir Alþingiskosningum barna á ný og gefa börnum tækifæri á því að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum stjórnmálaflokkanna.