Grunnskóli Grindavíkur

Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár

Í byrjun september var valið í nemendafulltrúaráðið eða Stuðboltana eins og það er kallað.   Funduðu Stuðboltar þann 14. september sinn fyrsta fund skólaárið 2017-18.  Hugmyndin að baki ráðinu er að auka nemendalýðræði og gefa nemendum kost á að taka þátt í ákvörðunartökum og þannig að bæta skólabrag Grunnskóla Grindavíkur. Hver bekkur hefur einn fulltrúa í ráðinu og annan til vara og fá þeir tækifæri til að koma með hugmyndir að bættum skólabrag og betri líðan nemenda.

Nemendafulltrúaráðið ber nafnið Stuðboltarnir. Ráðið fundar 5 sinnum yfir vetrartímann og fer yfir ýmsa þætti sem viðkemur skólabrag. Ráðið mun koma með hugmyndir að því hvað verður gert á vinabekkjadegi og einnig að koma með hugmyndir fyrir friðargönguna sem er í desember. Guðrún Inga Bragadóttir náms- og starfsráðgjafi heldur utan um ráðið og sér um að rita fundargerðir og er tengiliður við skólastjórnendur og kennara.

 

Sjá má allar fundargerðir og nafnalistan Stuðboltana hér.