Grunnskóli Grindavíkur

Allskonar form í umhverfinu
Allskonar form í umhverfinu

Nemendur í fyrsta bekk eru að læra um form, þríhyrninga, ferhyrninga, ferninga, hringi og fleira. Í morgun skelltu þau sér svo út á skólalóð og leituðu að allskonar formum í umhverfinu. Bekknum var skipt í tvennt og meðan stelpurnar leituðu að formum á skólalóðinni léku strákarnir sér í allskyns leikjum á sparkvellinum og síðan fundu strákarnir form meðan stúlkurnar fóru í stórfiskaleik og fleira.  Þeim fannst þetta rosalega skemmtilegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og fleiri skemmtilegar myndir má sjá á Facebook síðu skólans.