Grunnskóli Grindavíkur

Sandkastalakeppni í núvitundartíma
Sandkastalakeppni í núvitundartíma

Núvitund er hægt að stunda hvar sem er. Nemendur í vali í 5. og 6. bekk fengu tækifæri til að gera núvitundaræfingar utandyra í vikunni.  Þau fengu að prufa að ganga berfætt í sandinum á strandblakvellinum og finna meðal annars hvað það er notalegt að bora tánum í heitan sandinn, (ef það er sól). Þau enduðu síðan á því að fara í sandkastalakeppni og skemmtu sér konunglega. Halldóra Halldórsdóttir er núvitundarkennari í Grunnskóla Grindavíkur og það vantar sko ekkert upp á hugmyndarflugið og frumlegheitin hjá henni við kennsluna.