Grunnskóli Grindavíkur

Hafragrautur í bođi alla morgna
Hafragrautur í bođi alla morgna

Við minnum á að í Grunnskóla Grindavíkur er boðið upp á hafragraut alla morgna áður en skóli hefst, frá kl. 7:30- 8:00, nemendum að kostnaðarlausu. Þær Þórunn Jóhannsdóttir og Birgitta Friðfinnsdóttir sjá um að elda á Ásabrautinni og Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Didda) eldar í Hópsskóla. 

Hafragrautur er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn. Eða eins og segir í vísunni,

Hafragrautur góður er
gæða sér á honum ber
hafragrautur gefur kraft
góður bæði með mjólk og saft

Hafragraut á brattri braut
borða menn í strit‘ og þraut
þeir sem hafra gófla graut
gildir verða eins og naut.

Meðfylgjandi eru myndir úr Hópsskóla.