Grunnskóli Grindavíkur

Gleđilegt sumar
Gleđilegt sumar

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur óskar ykkur gleðilegs sumars. Nemendur verða boðaðir í skólann 22. ágúst með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara.

Skólaskrifstofan í samvinnu við Grunnskólann verður með fræðslufund fyrir foreldra 1.bekkinga í ágúst þar sem farið verður yfir nokkur atriði sem nýtast barninu og foreldrum á þessum tímamótum.

Við minnum á skráningu í Skólasel í Íbúagátt Grindavíkur fyrir 15. júlí og í Eldingu á netfangið gudbjorgms@grindavik.is. Skólasel er dagvistun fyrir nemendur í 1.-3.bekk frá því skóla lýkur og til kl. 16:00. Umsjón með Skólaseli hefur Sigurbjörg Guðmundsdóttir (sigurbjorg@grindavik.is). Elding er frístundaklúbbur fatlaðra nemenda í 4.-10.bekk og er starfræktur frá því skóla lýkur til kl. 16:00. Umsjón með Eldingu hefur Milos Jugovic (milos@grindavik.is).