Grunnskóli Grindavíkur

Foreldrafélagiđ fćrir skólanum fána ađ gjöf
Foreldrafélagiđ fćrir skólanum fána ađ gjöf

Á skólaslitum færði Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur skólanum fána með merki skólans og einkunnarorðum og steig formaður félagsins Eva Björg Sigurðardóttir í pontu við það tækifæri. Fór hún yfir helstu verkefni félagsins í vetur eins og jólaföndur og grillveislu á vorgleði skólans. Þá á félagið þátt í hinu sívinsæla víðavangshlaupi sem haldið er á hverju skólans en það er samvinnuverkefni skólans, Grindavíkurbæjar og foreldrafélagsins.

Foreldrar greiða ákveðna upphæð til félagsins sem gerir félaginu kleift að starfa og jafnframt sýna skólanum velvild með góðum gjöfum sem þessari. Vill stjórn skólans koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir fánann sem á án efa eftir að prýða umhverfið á ýmsum viðburðum skólans.


Í stjórn eru talið frá vinstri á myndinni:
Jón Ólafur Sigurðsson , Katrín Ösp Magnúsdóttir, Guðrún María Brynjólfsdóttir , Kristrún Ingadóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Hilmar Freyr Gunnarsson og Elva Björk Guðmundsdóttir en hana vantar á myndina.