Grunnskóli Grindavíkur

Skólaslit 1.-9. bekkjar fóru fram í íţróttahúsinu
Skólaslit 1.-9. bekkjar fóru fram í íţróttahúsinu

Skólaslit 1.-9. bekkjar fóru fram í íþróttahúsinu í morgun. Húsið var fullt út úr dyrum enda all flestir nemendur og forráðamenn þeirra mættir til að kveðja skólaárið 2016-2017 og fá afhentan vitnisburð fyrir ástund og námsárangur. Þær Bryndís Garðarsdóttir deildarstjóri yngsta stigs og Petrína Baldursdóttir deildarstjóri elsta stigs stjórnuðu samkomunni. Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri veitti viðurkenningar og tilkynnti hún jafnframt að hún tæki við sem skólastjóri á næsta starfsári.   

Skólahljómsveit tónlistarskólans lék tvö lög og Viktor Hjálmarsson nemandi í 7. bekk las ljóð. 4. bekkur fór með ljóð en umsjónarkennarar þeirra eru Viktoría Róbertsdóttir og Matthildur Þorvaldsdóttir. 4.bekkur afhenti einnig Rauða krossinum ágóða af hlutaveltu sem haldin var í skólanum.  Eva Björg Sigurðardóttir  í foreldrafélagi skólans steig í pontu og afhenti skólanum nýjan fána sem gjöf frá foreldrafélaginu. Viðurkenningu fyrir bestu mætinguna í víðavangshlaupinu fengu nemendur í 3. M.  Veigar Gauti Bjarkason formaður nemendaráðsins fór yfir helstu verkefni ráðsins í vetur og í kjölfarið var nýtt ráð skólans beðið að koma upp á svið en þeirra bíða mörg spennandi verkefni á næsta skólaári.  

Að lokum kvað Halldóra K Magnúsdóttir sér hljóðs og fór yfir helstu þætti skólans, hvað hefur áunnist og hvert skal halda. Hún sagði ennfremur frá því að hún hyggðist ljúka störfum sínum við skólann í lok sumarsins en hún hefur starfað við skólann í rúm 5 ár en hefur nú kosið að staldra við og snúa sér að öðrum viðfangsefnum.

Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu skólans

 

Nemendaráð sem starfa mun skólaárið 2017-2018.

Veigar Gauti Bjarkason nemandi í 10. bekk og fráfarandi formaður nemendaráðs.

Hekla Ósk Óskarsdóttir og Pálína Ósk Jónsdóttir nemendur í 4. bekk afhentu Ágústu Gísladóttur fulltrúa frá Rauða krossinum ágóða frá hlutaveltu sem 4. bekkur hélt á vorgleði skólans.

Viktor Hjálmarsson nemandi í 7. bekk las ljóð eftir Þórarinn Eldjárn.

3. M ásamt Maríu Eir Magnúsdóttur umsjónarkennara.  Bekkurinn fékk mætingabikarinn fyrir bestu mætinguna í víðavangshlaup skólans.

Nemendur úr 9.bekk  sem hlutu 3. verðlaun í stuttmyndagerð sem er samþættingarverkefni í ensku og tölvum undir stjórn Páls Erlingssonar kennara.

Viðurkenningu   fyrir  hjálpsemi, jákvæðni og dugnað hlutu

Veronika Amý Ásgeirsdóttir 3.V, Jón Steinar Richardsson 3.M, Sölvi Snær Ásgeirsson 3.R  

Viðurkenningu  fyrir fyrir  hjálpsemi, jákvæðni og dugnað hlaut Jón Andri Sigurðsson 6.S 

Guðbjörg Sveinsdóttir afhendir Særúnu Magnúsdóttur 7.S viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað

 

Sólveig Ólafsdóttir frá Kvenfélagi Grindavíkur afhendir viðurkenningu fyrir textílmennt.  Aðalfríður Mekkín Samúelsdóttir 6.U, Hrólfur Helgi Dýri Sigurðsson 6.U, Róbert Þórhallsson 6.U og Tinna Dögg Kristjánsdóttir 6.U.

Tómas Breki Bjarnason 5.S fékk viðurkenningu fyrir námsárangur í náttúrufræði.  Það er Kalka sorpeyðingarstöð Suðurnesja sem gefur þau verðlaun.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á miðstigi fengu Birta Eiríksdóttir og Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir en þær eru báðar í 4.M.  (Guðrún Lilja gat því miður ekki verið á skólaslitunum og tekið við verðalaununum)

Viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á elsta stigi fékk Hrafnhildur Una Magnúsdóttir 8.V  

4. bekkur flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn.

Halldóra K Magnúsdóttir skólastjóri hélt kveðjuræðu.

Fulltrúi Lionsklúbbsins, Valdimar Einarsson varaformaður afhendir Bergsveini Ellertssyni 6.S  viðurkenningu fyrir góðan árangur í tæknimennt.

Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grindavíkur lék tvö lög.  Let Her Go eftir Passenger og Hallelujah eftir Leonard Cohen. Kennarinn þeirra Arnór Sigurðarson spilaði með þeim á bassa í báðum lögum.

Jón Emil Karlsson, Söngur og Olivia Ruth Mazowiecka söngur

Þórdís Steinþórsdóttir, Píanó

Róbert Þórhallsson, Gítar

Lance Leó R.Þórólfsson, Slagverk