Grunnskóli Grindavíkur

Vinaliđar á skautum
Vinaliđar á skautum

Vinaliðar vorannar skelltu sér á skauta um daginn til að fagna vel unnu starfi á vorönn. Síðan fengu allir vinaliðar viðurkenningu fyrir velunnin störf. Vinaliðar miðstigs fengu viðurkenningaskjölin afhent í stofunum sínum. Lögð er áhersla á að halda því vel á lofti að vinaliðar eru valdir af nemendum og þeim er treyst til að vera til fyrirmyndar og til staðar fyrir aðra nemendur í ákveðnum frímínútum. Hildur María Brynjólfsdóttir starfsmaður skólans heldur utan um starfið á miðstigi.   Vinaliðar yngstastigs fengu sínar viðurkenningar afhentar í morgunstund eins og sjá má hér.