Grunnskóli Grindavíkur

Vinaliđar fá viđurkenningarskjöl
Vinaliđar fá viđurkenningarskjöl

Vinaliðum vorannar á yngsta stigi var veitt viðurkenning fyrir velunnin störf. Afhendingin fór fram í morgunstund á sal skólans og voru nemendur mjög stilltir og prúðir þegar þetta fór fram.  Lögð er áhersla á að halda því vel á lofti að vinaliðar eru valdir af nemendum og þeim er treyst til að vera til fyrirmyndar og til staðar fyrir aðra nemendur í ákveðnum frímínútum. Það er Bjarney Einarsdóttir starfsmaður skólans sem stjórnar starfi vinaliðanna á yngsta stigi.