Grunnskóli Grindavíkur

Dans- og sparifatadagur 10. bekkjar
Dans- og sparifatadagur 10. bekkjar

Dans- og sparifatadagur í 10. bekk

Hinn hefðbundni dans- og sparifatadagur var í dag hjá 10. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Hefð er fyrir því að Harpa Pálsdóttir danskennari komi einn morgun rétt undir lok skólaársins og rifji upp með þeim þá dansa sem sem þau lærðu þegar þau voru á miðstigi. Þau mæta í sínu fínasta pússi og dansa á sal frá 8:00-11:00. Er þetta liður í því að undirbúa unglingana félagslega fyrir fullorðinsárin.   Allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og unglingarnir voru ekki búnir að gleyma neinu frá því sem þau lærðu á miðstigi.

Má segja að danskennslan sé ákveðin forvörn. Öll tóku þátt, skemmtu sér konunglega og  síðan þegar þau fara að stunda   framhaldsskólaböllin þá vita þau að það er alveg hægt að dansa og skemmta sér án vímuefna.