Grunnskóli Grindavíkur

Víđavangshlaup í dag, allir ađ mćta!
Víđavangshlaup í dag, allir ađ mćta!

Árlegt víðavangshlaup skólans verður í dag kl. 17. Mæting við íþróttahúsið. Hlaupið hefur vanalega verið á sumardaginn fyrsta en að þessu sinni varð að fresta því til 31. maí. Hlaupið á sér langa sögu eins og sjá má á myndinni hér en þessir hlaupagikkir eru í dag fullorðnir menn! Áður fyrr var hlaupið frá skólanum á Ásabrautinni en upphafsmaður hlaupsins var Gunnlaugur Dan Ólafsson fyrrum skólastjóri. Nú sameinumst við á íþróttasvæðinu og höfum gaman.  Hlaupið er samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins en Grindavíkurbær hefur einnig lagt hlaupinu lið. Mætum öll!