Grunnskóli Grindavíkur

Ţyrilsnćldur og tregđulögmál Newtons
Ţyrilsnćldur og tregđulögmál Newtons

Hún Þórunn Alda náttúrfræðikennari er duglega að tileinka sér ýmiskonar óhefðbundna hluti til að vekja áhuga barnanna á kennslunni. Hún var fljót að grípa tækifærið með þessu nýja Þyrilsnælduæði sem hefur gripið um sig meðal barnanna. Á mánudaginn skipti hún 7. bekknum í hópa og lét þau gera ýmiskonar mælingar á mismunandi 'snældum', allir áttu að snúa 'snældunni' einu sinni og taka tímann á því hve lengi hún snérist. 

Verkefnið var síðan að:
• Mæla hve lengi snældurnar snúast að meðaltali og setja upp graf og tölfræði.
• Bera saman hvort þyngd hafi áhrif á snúning... hver er besta þyngdin og af hverju?
• Bera saman úr hverju mismunandi 'snældur' eru gerðar og hvaða áhrif hvaða efni hefur og hvers vegna.
• Finna meðaltal á því hve lengi 'snældur' snúast.
• Ræða um 'snældur' út frá fyrsta lögmáli Newtons (Tregðulögmálið) sem segir að sérhver hlutur haldi áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á hann verka þvingi hann til að breyta því ástandi. Börnunum fannst þetta ekki leiðinlegt eins og meðfylgjandi myndir sýna.