Grunnskóli Grindavíkur

Stóru Upplestrarkeppninni lokiđ
Stóru Upplestrarkeppninni lokiđ

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin fimmtudaginn 30. mars í Grunnskóla Grindavíkur. Undirbúningur hefst 16.nóvember á Degi íslenskrar tungu og haldinn er bekkjarkeppni í 7. bekk og skólakeppni innan skólans áður en fulltrúar í lokakeppni eru valdir. Í gær voru það 12 keppendur sem kepptu, 4 fulltrúar frá hverjum skóla  úr Vogum, Garði og Grindavík.

Úrslitin keppninnar urðu þannig að skólarnir þrír skiptu á milli sín verðlaunasætum.

1. sæti Eva Lilja Bjarnadóttir Stóru Vogaskóla
2. sæti Hekla Eik Nökkvadóttir Grunnskóla Grindavíkur
3. sæti Tómas Freyr Jónsson Gerðaskóla.

Nemendur lásu texta úr sögunni um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason, sem var rithöfund keppninnar að þessi sinni. Síðan fluttu þeir ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur rithöfund og ljóðaskáld. Að síðustu fluttu nemendur ljóð sem hver og einn nemandi valdi.  

Yfirdómari sagði í lokaræðu sinni að mjög erfitt hefði verið að þessu sinni að velja á milli nemenda þar sem mat dómara fer eftir ýmsum þáttum s.s flutningi á ljóði og sögu, túlkun og tengingu við áhorfendur. Talaði dómari til nemenda og þakkaði þeim fyrir flutningin og hversu vel þeir stóðu sig.    

Mikill hátíðarbragur var á keppninni en auk upplestursins var tónlistaratriði frá hverjum skóla og boðið var upp á dýrindis kaffiveitingar í hléinu.