Grunnskóli Grindavíkur

Suđur um höfin ađ sólgylltri strönd
Suđur um höfin ađ sólgylltri strönd

Góðir gestir komu í heimsókn í gær fimmtudag en þá komu tónlistarmenn á vegum verkefnisins List fyrir alla í Grunnskólann. Þeir héldu 40 mínútna tónleika með bland af fróðleik fyrir hvert stig um sig. Tónlistamennirnir Ásgeir Ásgeirsson, Haukur Gröndal og Kristofer Rodriguez Svönuson ferðust með börnunum suður um höfin til framandi landa í Suður-Ameríku. 

Á þessu ímyndaða ferðalagi sögðu þeir frá suðrænni tónlist  og sýndu börnunum að það er af nógu að taka. Þarna er hafsjór af skemmtilegri tónlist með fjörugum trommu- og hljóðfæraslætti.

Til að hjálpa okkur að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn enn frekar sýndu þeir svipmyndir frá stöðum eins og Mexíkó, Kólumbíu, Perú, Chile, Argentínu og Brasilíu og fræddu börnin lítillega um löndin í leiðinni. Þarna er víðfemt og fjölbreytileikinn gríðarlegur og svo ótrúlega margt að sjá og skoða. Börnin voru áhugasöm og nutu heimsóknarinnar. 
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu verkefnisins .

Kristofer Rodriguez Svönuson 

Haukur Gröndal

Ásgeir Ásgeirsson