Grunnskóli Grindavíkur

Sjálfsmyndir
Sjálfsmyndir

Í dag föstudaginn 10. mars var opnuð sýning í verslunarmiðstöðinni Víkurbraut með listaverkum nemenda 4. bekkja Grunnskóla Grindavíkur. Sýningin heitir Sjálfsmynd og eru þetta samvinnuverkefni sem börnin hafa unnið hjá Höllu Sveinsdóttur og Halldóru Sigtryggsdóttur í textíl- og myndmennt í vetur.

Í textílmennt yfirdekkja nemendur myndaramma með sínum hugmyndum um mynstur, skreytingar og litasamsetningar og í myndmennt rýna þeir í sjálfsmyndina og bakgrunninn.  Verkefnið endurspeglar persónulega sjálfsmynd nemandans á draumastað sínum árið sem þau eru í 4. bekk. 

Auk sýningarinn hjá 4. bekk eru einnig listaverk eftir nemendur Heilsuleikskólans Króks og Leikskólans Lautar í Verslunarmiðstöðinni. Við opnun sýningarinn var boðið upp á veitingar frá veitingastaðnum Hjá Höllu og var mikil glaumur og gleði við opnunina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, fleiri myndir frá sýningunni eru á Facebook-síðu skólans.