Grunnskóli Grindavíkur

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lokiđ
Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lokiđ

Í morgun var haldin skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Fimmtán nemendur kepptu til úrslita en áður hafði farið fram keppni innan bekkjanna þriggja þar sem 5 úr hverjum bekk komust áfram. Úrslit urðu þau að Aníta Björt 7.Þ, Hekla Eik 7.Þ, Tómas Orri 7.K og Viktor Örn 7.Þ voru valin sem fulltrúar Grunnskóla Grindavíkur til að keppa á lokahátíðinni og Sigurbjörg 7.K verður varamaður.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður að þessu sinni fimmtudaginn 30. mars í Grunnskóla Grindavíkur. Þeir skólar sem keppa til úrslita eru auk okkar Gerðaskóli og Stóru-Vogaskóli.  Dómarar undankeppninnar í Grunnskóla Grindavíkur voru kennararnir Valdís Kristinsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir.   Á Facebook síðu skólans má sjá fleiri myndir frá keppninni.