Grunnskóli Grindavíkur

Rauđi krossinn í heimsókn
Rauđi krossinn í heimsókn

Mánudaginn 6. mars heimsóttu leiðbeinendur frá Rauða krossi Íslands nemendur í 5. - 7. bekk og kynntu þeim verkefnið „3 dagar" en Rauði krossinn er um þessar mundir með fræðslufundi um allt land til að kynna verkefnið. Á fundunum er fólki kennt hvernig það eigi að vera undirbúið undir náttúruhamfarir og slæmt veður og mikilvægi góðra forvarna undirstrikað. 

Einnig verður farið í alla grunnskóla landsins og verkefnið kynnt fyrir börnum á myndrænan og áhugaverðan hátt.

Verkefnið stuðlar að því að efla viðnámsþrótt Íslendinga gagnvart rofi á innviðum. Með því er átt við að hvert heimili sé undirbúið hamförum og neyðarástandi með heimilisáætlun og viðlagakassa. Með heitinu „3 dagar" vill Rauði krossinn impra á mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur geti verið sjálfum sér nægar í 3 daga eigi sér stað rof á innviðum. 
Lesa má meira um verkefnið á heimasíðu Rauða krossins hér.