Grunnskóli Grindavíkur

Vel heppnađ námsmaraţon
Vel heppnađ námsmaraţon

Frá klukkan 08:00 föstudaginn 3. mars og fram á laugardagsmorgun þreyttu 9. og 10. bekkirnir námsmaraþon í skólanum. Tilgangurinn maraþonsins er þríþættur; í fyrsta lagi að koma sér í góðan námsgír og æfa sig vel í upprifjun fyrir samræmdu prófin, í öðru lagi stuðla að samkennd og hópefli í árgangnum og í þriðja lagi að opna fyrir fjáröflun fyrir vorferðalagið hjá 10. bekk sem er stærsta ferðalagið á vegum skólans. Allt gekk vel fyrir sig, þau lögðu mikið á sig við námið og mun þessi undirbúningur örugglega nýtast þeim vel í prófunum.