Grunnskóli Grindavíkur

Útvarp Ţruman í Menningarviku
Útvarp Ţruman í Menningarviku

Félagsmiðstöðin Þruman heldur úti útvarpsstöð dagana 13.-17. mars í Menningarviku Grindavíkurbæjar. Nemendum í 8.-10. bekk stendur til boða að vera með útvarsþætti. Útsending hefst seinnipart hvers dags og lýkur kl. 22.00 á kvöldin. Í útvarpinu verða spiluð ný lög í bland við þau gömlu, tekin viðtöl við vel valda einstaklinga, spurningakeppnir, giskaðu á röddina/hljóðið og margt fleira.

Við viljum bjóða fyrirtækjum í Grindavík uppá að auglýsa þjónustu sína í útvarpinu. Nánari upplýsingar eru hjá Sigríði Etnu á netfanginu setna@grindavik.is og Jóhanni Árna á netfanginu johannao@grindavik.is