Grunnskóli Grindavíkur

,, ... og nýta hćfileika mína!
,, ... og nýta hćfileika mína!"

Morgunsöngur er alla morgna nema miðvikudaga á sal Hópsskóla. Þar setjast börnin í raðir á gólfið ásamt starfsfólkinu, fara með orðin sín sem eru: Ég er komin í skólann til að gera mitt besta og nýta hæfileika mína. Miðað er við að syngja og hlusta á tvö lög og skiptast kennarar á að stjórna stundinni viku og viku í senn. Afmælisbarn dagsins kemur upp á svið og sunginn er afmælissöngurinn því til heiðurs. Þetta er góð byrjun á deginum og ómissandi þáttur í starfinu.
Á miðvikudagsmorgnum er notaleg og róandi jógastund í stað söngsins.