Grunnskóli Grindavíkur

Málţing um skipulagt félagsstarf í skólanum og Ţrumunni
Málţing um skipulagt félagsstarf í skólanum og Ţrumunni

Í síðustu viku var haldið málþing um skipulagt félagsstarf í skólanum og Þrumunni. Þátttakendur í málþinginu voru nemendur 7.-10. bekkja ásamt foreldrum og starfsmönnum. Málþingið var í tvennu lagi, 7. og 8. bekkur saman og 9. og 10. bekkur.
Málþingið var haldið í samstarfi við frístunda- og menningarsvið, Björg Erlingsdóttir var málþingsstjóri og þau Jóhann Árni frístundaleiðbeinandi og Petrína deildarstjóri aðstoðuðu nemendur við undirbúning.

Málþingið gekk mjög vel, fjölmargir foreldrar og kennarar tóku þátt og nemendur voru mjög áhugasöm, málefnaleg og einbeitt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Fleiri myndir frá þinginum má sjá á Facebook síðu skólans.